Home
Innanfélagsmót EFSA og Sjóís 2021 • Dalvík 4. og 5. september. EFSA Iceland Redfish Championship 2021. Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Helgi Bergsson   
Þriðjudagur, 07 September 2021 15:35

Innanfélagsmót EFSA Íslands og Sjóstangaveiðifélags Ísfirðinga fyrir árið 2021 voru haldin laugardaginn 4. september og sunnudaginn 5. september sl. frá Dalvík með þátttöku fimm veiðimanna sem kepptu á tveimur bátum. Lögð var áhersla á að veiða karfa á djúpu vatni á 200 til 250 metra dýpi. Aðrar tegundir töldust einnig til stiga.

Fjöldi fiska var ekki talinn en stærsti fiskur í hverri tegund lengdarmældur.

Í EFSA mótinu veiddust fimm tegundir. Þórir Sveinsson veiddi stærsta þorskinn 88 cm, Ægir Einarsson stærsta ufsann 40 cm og Skarphéðinn Ásbjörnsson stærstu ýsuna 45 cm og stærsta steinbýtinn 63 cm. Einnig veiddi Skarphéðinn stærsta gullkarfann 70 cm sem var yfir 6 kg. Karfinn var þó ekki mældur í landi og veginn á löggiltri vigt, en mögulega var um nýtt Íslandsmet EFSA að ræða.

Í Sjóís mótinu veiddust einnig fimm tegundir. Þórir Sveinsson veiddi stærsta þorskinn 88 cm og stærsta ufsann 43,3 cm, Ægir Einarsson veiddi stærsta sandkolann 38,3 cm og Skarphéðinn Ásbjörnsson stærsta gullkarfann 69 cm auk stærsta litla karfa 28,2 cm.

Aðalveiðistaðurinn á gullkarfanum var á veiðislóð er út var komið úr Eyjafirði á 200 til 250 m. dýpi eins og áður sagði. All mikill straumur var á veiðislóð fyrri daginn, en þótt heitt og að mestu úrkomulaust. Stoppað var á veiðislóð inni á Eyjafirði til að fá þorsk, steinbít og sandkola auk þess að reynt var við aðrar tegundir s.s. keilu og ýmsa flatfiska, tegundir sem þó vildu ekki gefa sig.

Mótið heppnast að öllu leyti vel og voru veiðimenn almennt mjög ánægðir en þó þreyttir er heim kom af afloknum góðum veiðidögum. Sjá má myndir frá mótunum á Facebook-síðu EFSA Iceland.

EFSA Iceland Redfish Championship 2021 was held from Dalvik on 4th and 5th September with two boats. The main target in the Championship was big Redfish fishing from 200 to 250 m. depth. A lot of big Redfish were caught and the longest one was 70 cm. and over 6 kg., angler Skarphéðinn Ásbjörnsson. Other species that we caught were Cod, Haddock, Wolf fish, Coalfish and Common Dab. See pictures on EFSA Iceland´s Facebook-side.

 
EFSA Iceland
Afritunarréttur © 2024 EFSA Iceland. Öll Réttindi Áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL Leyfinu.