Home Fundargerðir Stjórnarfundir Stjórnarfundur 12. október
Stjórnarfundur 12. október Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Skarphéðinn Ásbjörnsson   
Fimmtudagur, 27 Nóvember 2008 20:18

  

EFSA Ísland         Stjórnarfundur  

Dagsetning:        Mánudaginn 12. október 2008, kl. 20.00–21.50.Haldinn:             Frostafold 149, Reykjavík.Viðstaddir:         Skarphéðinn Ásbjörnsson formaður, Þórir Sveinsson ritari, Sigríður Kjartansdóttir gjaldkeri og Arnþór Sigurðsson meðstjórnandi. 1. Fundargerð undirbúningsnefndar 2010 frá 3. október 2008.             

       Lögð fram fundargerð undirbúningsnefndar Evrópumótsins 2010 frá 3. október 2008.

       Rætt um efnisatriði fundargerðarinnar og kom fram að búið er að ráða aðila til að hanna útlit gagna mótsins (thema).

            

2. Rekstraráætlun og  verktímaáætlun 2010.                    

       Lögð fram fyrstu drög að rekstraráætlun fyrir Evrópumótið 2010.

       Rætt var um:

       Þátttökugjald. Þátttökugjald verður ákveðið í febrúar-mars 2009 þegar betri upplýsingar liggja fyrir um verðlagsforsendur.

       Verðlaun. SÁ ræði við Steve Mason um hugsanlega erlenda styrktaraðila vegna verðlauna.

       Lokahóf. Samþykkt að halda lokahóf Evrópumótsins 2010 á Dalvík. Áætlað er að lokahófið verði í nýju íþróttahúsi, sem nú er í byggingu.

       Verktímaáætlun. Áætlunin var yfirfarin og nokkrum lokatímasetningum verkefna breytt í ljósi breyttra aðstæðna.

       Fjöldi fiska. Lagt er til að hámarksfjöldi veiddra fiska á dag sem gefi stig verði 25 þorskar og 10 fiskar af einstökum öðrum tegundum.

       3. Íslandsmeistaramót EFSA Ísland 2009 á Dalvík.                      

       Samþykkt var að halda Íslandsmeistaramót EFSA Ísland fyrir árið 2009 á Dalvík dagana 15.-16. maí. Þátttökugjald fyrir erlenda keppendur verði EUR 180. Mótið verði nk. „prufumót“ fyrir Evrópumótið 2010 þar sem keppt verður eftir sömu reglum og sama fyrirkomulag haft á eins og á Evrópumótinu. Tilgangurinn er að reynslukeyra skipulagsatriði mótsins.

        

  4. Önnur mál.                        a. Bréf Katrínar Gísladóttur. Lagt fram bréf frá Katrínu Gísladóttur dags. 30. sept. 2008, sem hún sendi út til félaga í EFSA Íslandi fyrir fund í undirbúningsnefnd 2010 sem haldinn var 3. okt. sl. Formanni var falið að gera drög að svarbréfi sem eftir yfirlestur stjórnarmanna verði sent út í tölvupósti til þeirra sem fengu bréf Katrínar.  Fleira ekki gert og fundi var slitið kl. 21.50.Þórir Sveinsson, fundarritari.
Síðast uppfært: Sunnudagur, 29 Mars 2009 14:06
 
EFSA Iceland
Afritunarréttur © 2024 EFSA Iceland. Öll Réttindi Áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL Leyfinu.