Home Fréttir Íslandsmót 2010
Íslandsmót 2010 Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Skarphéðinn Ásbjörnsson   
Mánudagur, 06 September 2010 00:45

Íslandsmót EFSA Íslandi sem halda átti þann 28. ágúst sl. Í Ólafsvík verður haldið þar þann 18. september n.k.

Keppt verður eftir þeim reglum EFSA og þeirri stigagjöf sem gilti í Bátakeppni Evrópumótsins í vor nema það sem fram kemur hér. (Reglurnar er hægt að nálgast hér á síðunni undir “Dalvík 2010”)

Mótsgjald er frítt.

Mótssetning verður föstudaginn 17. september kl 20:00 í  Mettubúð.

Keppendur skulu vera mættir á hafnarsvæðið klukkan 06:30 að morgni keppnisdagsins. Bátum er heimilt að leggja úr höfn kl. 07:00. Hálftímaveiði er heimil innan hafnar áður en lagt er úr höfn. Veiðitími er 6 klukkustundir frá fyrsta rennsli eftir að lagt er úr höfn að síðasta “hafa uppi” heildarveiðitími er því sex og hálf klukkustund. Bátar skulu vera í höfn í síðasta lagi kl. 16:00.

Verðlaunaafhending verður laugardaginn 18. september kl. 20:00 í Mettubúð. Grillveisla verður að verðlaunaafhendingu lokinni.

Veitt verða verðlaun fyrir stærsta fisk hverrar tegundar, stærsta fisk mótsins og flestar tegundir. Einnig verða veitt verðlaun fyrir stigahæstu tveggja manna sveit. Íslandsmeistarar kvenna og karla verða þeir sem stigahæstir eru og verða veitt brons, silfur og gullverðlaun í hvorum flokki.

 

Tilkynningu um skráningu í mótið skal senda á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða hringja í formann í síma 8926662.

Síðast uppfært: Mánudagur, 06 September 2010 00:52
 
EFSA Iceland
Afritunarréttur © 2024 EFSA Iceland. Öll Réttindi Áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL Leyfinu.