Íslandsmeistaramót EFSA 2010 Prenta út
Skrifað af Skarphéðinn Ásbjörnsson   
Mánudagur, 20 September 2010 20:26

Íslandsmeistaramót EFSA Íslandi í bátaveiði var haldið frá Ólafsvík þann 18. september.

 

Tíu keppendur voru skráðir til leiks og var keppt á tveimur bátum. Alls fengust 8 tegundir fiska í mótinu. Afli var 352 kíló af þorski vigtað slægt auk annarra tegunda.

 

Íslandsmeistari karla varð Helgi Bergsson og Íslandsmeistari kvenna varð Sigurlín Stefánsdóttir.

 

Jafnir í öðru til þriðja sæti karla urðu Kristbjörn Rafnsson og Skarphéðinn Ásbjörnsson, í öðru sæti kvenna varð Sigurbjörg Kristjánsdóttir.

Stærsta fisk mótsins veiddi Skarphéðinn Ásbjörnsson, þorsk sem vóg 6,515 kg.

Verðlaun fyrir flestar tegundir alls 6 fékk Helgi Bergsson. Guðbjartur Gissurarson veiddi einnig 6 tegundir en var með færri aflastig eftir daginn.

 

Stærstu fiskar:

Fiskur Þyngd kg Veiðimaður
Þorskur 6,515 Skarphéðinn Ásbjörnsson
Ufsi 1,146 Ólafur J Guðmundsson
Ýsa 1,314 Guðbjartur Gissurarson
Karfi 0,446 Guðbjartur Gissurarson
0,430 Reynir Halldórsson
Sandkoli 0,574 Guðbjartur Gissurarson
0,526 Ólafur J Guðmundsson
0,450 Reynir Halldórsson
Keila 4,326 Sigurlín Stefánsdóttir
Langa 3,638 Skarphéðinn Ásbjörnsson
Rauðspretta 0,436 Sigurbjörg Kristjánsdóttir

 

Sveitakeppni tveggja manna:

Sveitir Mótsstig Samtals
1. sæti Skarphéðinn Ásbjörnsson 100 193
Sigurlín Stefánsdóttir 93
2. sæti Helgi Bergsson 100 186
Reynir Halldórsson 86
3. sæti Ólafur Hauksson 87 183
Guðbjartur Gissurarson 96
4. sæti Kristbjörn Rafnsson 100 167
Ólafur Jón Guðmundsson 67
5. sæti Sigurbjörg Kristjánsdóttir 70 70
Pétur Lárusson 0

 

 

 

 

 

Síðast uppfært: Mánudagur, 20 September 2010 22:04