Íslandsmeistaramót EFSA 2019 • Ólafsvík 15. - 16. júní Prenta út
Skrifað af Administrator   
Sunnudagur, 09 Júní 2019 16:25

 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun Fiskistofu frá 9. janúar 2019 að synja EFSA Íslandi um vilyrði fyrir skráningu afla á opinberum sjóstangaveiðimótum árið 2019. Þetta þýðir að okkur er heimilt að veiða í sumar. Ákveðið hefur verið að halda Íslandsmeistaramót EFSA Íslands í bátakeppni laugardaginn 15. og sunnudaginn 16. júní nk. frá Ólafsvík og hefst mótið með mótssetningu kl. 20:00 föstudaginn 14. júní nk. Bátakeppnin er stigamót þar sem keppt er til Íslandsmeistara EFSA Ísland 2019. Keppt verður eftir keppnisreglum í bátakeppni 2019. Áhersla verður lögð á að veiða þorsk, en aðrar tegundir telja einnig til stiga.

 

Dagskrá:

 

Föstudagur 14. júní Mótssetning

 

kl. 20:00 Mótsgögn afhent.

 

Laugardagur 15. júní Íslandsmeistaramót (bátakeppni)

 

kl. 06:30 Keppendur mæta á bryggju.

 

kl. 07:00 Lagt úr höfn.

 

kl. 08:00 Veiðar hefjast.

 

kl. 14:00 Veiðum hætt.

 

kl. 16:00 Bátar skulu vera komnir að bryggju.

 

Sunnudagur 16. júní Íslandsmeistaramót (bátakeppni)

 

kl. 06:30 Keppendur mæta á bryggju.

 

kl. 07:00 Lagt úr höfn.

 

kl. 08:00 Veiðar hefjast.

 

kl. 14:00 Veiðum hætt.

 

kl. 16:00 Bátar skulu vera komnir að bryggju.

 

kl. 20:00 Verðlaunaafhending.

 

kl. 21:00 Lokahóf.

 

Skráning hjá Þóri Sveinssyni sími 896 3157/netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða hjá Helga Bergssyni sími 867 3601/netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Skráningarfrestur er til kl:18:00 miðvikudaginn 12. júní 2019.

 

Stigagjöf. Allir fiskar telja til stiga. Þorskur 0-55 cm. gefur 3 stig, þorskur 56-75 cm. 7 stig, þorskur 76 cm. og stærri 12 stig. Allir aðrir fiskar gefa 3 stig og gefin eru 15 stig fyrir hverja tegund.