EFSA Ísland, strandveiðimót 2023. EFSA Iceland´s Shore Championship. Results. Prenta út
Skrifað af Administrator   
Sunnudagur, 09 Júlí 2023 17:22

Strandveiðimót EFSA Íslands 2023 var haldið frá Sauðárkróki 8. júlí með þátttöku átta keppenda. Veitt var frá tveimur stöðum, Borgarsandi og nær smábátahöfninni, frá kl. 10:00 til kl. 16:00. Alls veiddust 21 fiskur þar af 3 sjóbirtingar, en hinar tegundirnar voru sandkoli og flundra. Úrslit urðu að Paul Fawcett varð í 1. sæti og þar með Íslandsmeistari EFSA Íslands í strandveiði 2023 og veiddi hann 5 fiska og fékk 193 aflastig. Í öðru sæti með 4 fiska og 170 aflastig varð Skarphéðinn Ásbjörnsson og í þriðja sæti með 4 fiska og 147 aflastig varð Helgi Bergsson. Stærsta fisk mótsins veiddi Þórir Sveinsson, sjóbirting 61 cm að lengd. Blíðviðri og sumarhiti var allan tíma og höfðu veiðimenn hina bestu skemmtan af.

EFSA Iceland Shore Championship 2023 was held Saturday 8th July from Saudarkrokur in North Iceland with 8 anglers. A total of 21 fish were caught and three species: Seatrout, Common Dab and Flounder. In first place was Paul Fawcett with 5 fish and 193 fish points. In second place was Skarphedinn Asbjörnsson with 4 fish and 170 fish points. And in third place was Helgi Bergsson with 4 fish and 147 fish points. The longest fish was a Seatrout of 61 cm., angler Thorir Sveinsson.