Home
Íslandsmeistaramót, innanfélagsmót EFSA Íslands 2014 - úrslit Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Helgi Bergsson   
Þriðjudagur, 26 Ágúst 2014 17:37

Íslandsmeistara- og innanfélagsmót EFSA Íslands í sjóstöng 2014, bátakeppni, var haldið laugardaginn 23. ágúst 2014 frá Flateyri með fjórum keppendum. Keppt var á einum báti eftir keppnisreglum EFSA. Alls veiddust sex tegundir; þorskur, ýsa, ufsi, lýsa, makríll og sandkoli. Stærsti fiskur mótsins var þorskur 77 cm.

Íslandsmeistari EFSA Íslands 2014 í bátakeppni varð Reynir Halldórsson með 124 stig en röð keppenda var þessi:

Reynir Halldórsson 124 stig

Helgi Bergsson 109 stig

Ævar Einarsson 98 stig

Þórir Sveinsson 91 stig

Veður var fremur óhagstætt og af þeim sökum var einungis veitt inni í Önundarfirði.

Í keppninni var notast við nýtt fyrirkomulag þar sem bátur var leigður af sjóstangaveiðifyrirtæki á Flateyri og keppandi skipaður

skipstjóri. Aðbúnaður allur á Flateyri og gistiaðstaða voru eins og best var á kosið.

Síðast uppfært: Þriðjudagur, 26 Ágúst 2014 17:40
 
EFSA Iceland
Afritunarréttur © 2025 EFSA Iceland. Öll Réttindi Áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL Leyfinu.