Home
Íslandsmeistaramót EFSA 2015 á Höfn Hornafirði 13. júní og 14. júní – úrslit Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Helgi Bergsson   
Miðvikudagur, 17 Júní 2015 21:33

Íslandsmeistaramót EFSA Íslands 2015 var haldið laugardaginn 13. júní og sunnudaginn 14. júní frá Höfn, Hornafirði. Alls tóku 12 keppendur þátt í mótinu, tvær konur og tólf karlar. Mótið var tegundamót þar sem allar fiskitegundir töldust til stiga. Tíu fiskar í hverri tegund gáfu stig þar sem fyrstu fimm fiskar hvors veiðidags gáfu fullt hús stiga en næstu fimm fiskar gáfu eitt stig. Þorskur og ufsi gáfu 1 stig. Sandkoli, lýsa og flundra gáfu 2 stig (þ.e.a.s. fyrstu fimm fiskarnir). Karfi, ýsa og makríll gáfu 3 stig, en marhnútur, steinbítur og keila gáfu 5 stig. Fiskar annarra tegunda gáfu 10 stig hver. Auk stiga fyrir hvern fisk voru gefin 15 stig fyrir tegundina sem slíka, t.d. gaf fyrsti karfinn 18 stig, næstu fjórir gáfu 3 stig hver, en fiskar nr. 6-10 gáfu 1 stig hver. Róið var á þremur bátum og veitt í sex klukkutíma hvorn keppnisdaginn.

Alls veiddust 341 fiskur af 10 tegundum; þorskur, ufsi, sandkoli, lýsa, flundra, karfi, ýsa, steinbítur, keila og rauður urrari (Red Gurnard). Urrarann veiddi Helgi Bergsson og er fiskurinn jafnframt nýtt EFSA Íslandsmet þar sem fiskur af þeirri tegund hefur aldrei áður veiðst í keppnum hjá EFSA Íslandi. Lengsti fiskur mótsins, þorskur mældist 102 cm., veiðimaður Þórir Sveinsson á bátnum Húna.

Flest stig í prósentum og aflastigum, 200% skor og 253 stig, og þar með fyrsta sætið og Íslandsmeistaratign karla hlaut Helgi Bergsson. Í öðru sæti varð Kristbjörn Rafnsson einnig með 200% skor og 228 aflastig. Í þriðja sæti varð Þórir Sveinsson með 159% skor og 131aflastig. Íslandsmeistari kvenna varð Sigríður Rögnvaldsdóttir með 183% skor og 151 aflastig. Aflahæsti báturinn varð Snjólfur, skipstjórar sitt hvorn daginn tvíburabræðurnir Andri og Bragi Þorsteinssynir með alls 837 aflastig, 9 tegundir og 158 fiska. Í öðru sæti varð Hulda, skipstjóri Hólmar Unnsteinsson með 535 aflastig, 7 tegundir og 81 fisk. Í þriðja sæti varð Húni, skipstjóri Guðmundur Hjaltason, með 459 aflastig, 7 tegundir og 102 fiska. Veðrið á veiðislóð var gott allan tímann, sól og hægur andvari. Keppt var eftir reglum EFSA Evrópusamtakanna.

English version.

EFSA Iceland Open 2015 was held on the 13th and the 14th of June from Höfn in South-East Iceland with three boats. 12 anglers competed, two ladies and 10 ordinary and life members. All species of fish caught gave points and maximum 10 fish in each species. The point system was 1 point for Cod and Coalfish, 2 points for Dab, Whiting and Flounder, 3 points for Redfish, Haddock and Mackerel, 5 points for Scorpionfish, Catfish and Tusk. Other species gave 10 points. The first five fish gave “full house” of points. Fish no. 2-4 gave from 2 to 5 points and fish no. 6-10 1 point for each fish. For each species the anglers got also 15 points, f.x. for the first Redfish an angler got 18 points. For the next four Redfish he got 3 points for each fish and for Redfish no. 6-10 he got 1 point for each fish.

Total of 341 fish were caught of 10 species; Cod, Coalfish, Dab, Whiting, Flounder, Redfish, Haddock, Catfish, Tusk/Brosme and Red Gurnard. The Red Gurnard caught by Helgi Bergsson was a new record fish as this is the first time a fish of that species is caught in a Campionship held by EFSA Iceland. The longest (biggest) fish in the Championship, a Cod of 102 cm., was caught by Thorir Sveinsson.

Helgi Bergsson got the highest score and most points or 200% score and 253 fishpoints. In the second place with 200% score and 228 fishpoints was Kristbjörn Rafnsson. In the third place with 159% score and 131 fishpoints was Thorir Sveinsson. Sigridur Rögnvaldsdottir was in the first place of the ladies with 183% score and 151 fishpoints.

 
EFSA Iceland
Afritunarréttur © 2024 EFSA Iceland. Öll Réttindi Áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL Leyfinu.