Strandveiðimót EFSA Íslands 2016. EFSA Iceland Shore Open 2016 |
Skrifað af Helgi Bergsson |
Fimmtudagur, 09 Júní 2016 17:19 |
Fyrsta strandveiðimót EFSA Íslands af þremur til Íslandsmeistara 2016 var haldið laugardaginn 4. júní og sunnudaginn 5. júní með þátttöku fimm keppenda. Keppt var eftir veiðireglum EFSA og leyft að veiða með þremur krókum. Fyrri daginn var veitt frá Grandagarði, Reykjavík frá kl. 15:00 til kl. 20:00. Alls veiddust 113 fiskar af sex tegundum; sandkoli, þorskur, ýsa, rauðspretta, flundra og tindabikkja. Seinni daginn var veitt frá Þykkvabæjarfjöru frá kl. 10:15 til 15:15. Mikil veiði var og veiddust alls 292 fiskar nær allt sandkolar 30 til 39 cm. að stærð. Báða dagana var veðrið mjög gott, sól og blíðviðri en smá gola seinni daginn. Úrslit urðu þau að Helgi Bergsson varð í fyrsta sæti með 120 fiska og 4364 stig, Steve Mason í öðru sæti með 94 fiska og 3502 stig og Reynir Halldórsson í þriðja sæti með 86 fiska og 3206 stig. Steve Mason veiddi stærsta fisk mótsins, þorsk sem var 70 cm. að lengd og einnig stærsta flatfiskinn, kola sem var 39 cm. að lengd. Næsta strandveiðimót til Íslandsmeistara verður frá Akureyri í júlí og þriðja og síðasta mótið frá Snæfellsnesi í ágúst eða byrjun september nk.
English version. EFSA Iceland Shore Open Championship 2016 part one of three was held Saturday 4th June from Reykjavik and Sunday 5th June from Thykkvabæjarfjara, South-Iceland with five anglers. The Championship was fished by EFSA rules, five hours of fishing each day and three hooks allowed. Total cach was 405 fish mostly Dab but also Cod, Haddock, Plaice, Flounder and Starry Ray. Results: Helgi Bergsson in first place with 120 fish, Steve Mason in second place with 94 fish and Reynir Halldorsson in third palce with 86 fish. The biggest fish was a Cod of 70 cm, angler Steve Mason. Steve got also the biggest flatfish a Dab of 39 cm. The next Shore Championship will be held from Akureyri in July and the third and last one this summer from Snæfellsnes in late August or early September. |