Home
Fréttir af félagsstarfi EFSA Íslands á árinu 2019 Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Administrator   
Sunnudagur, 24 Febrúar 2019 13:52

Aðalfundur 2019

Laugardaginn 2. mars nk. verður aðalfundur félagsins haldinn í aðstöðu félagsins á 2. hæð í veitingarhúsinu Þremur Frökkum að Baldursgötu 14, Reykjavík. Þar verður m.a. verður rætt um styrki til félaga sem ætla að keppa erlendis á komandi sumri, Evrópumótið í strandveiði 2019, innanlandsmót o.fl. Sjá nánar fundarboðið hér neðar á síðunni.

Evrópumótið í strandveiði 2019 frá Akureyri

Stærsta verkefni félagsins á þessu ári er skipulagning og framkvæmd Evrópumótsins í strandveiði sem haldið verður frá Akureyri dagana 1. til 4. maí nk. Gert er ráð fyrir allt að 60 þátttakendum og hafa nú þegar tilkynnt sig 30 erlendir keppendur frá fjórum félagsdeildum (Skotland, Holland, England og Wales) auk þess að vitað er um fleiri félagsdeildir sem senda keppendur til Íslands. Undirbúningur fyrir mótið gengur vel en frestur til að skrá sig til keppni er til 28. febrúar nk. Fyrir félaga í EFSA Ísland dugar að senda undirituðum tölvupóst um þátttöku. Sjá nánar dagskránna hér neðar á síðunni.

Erlend mót 2019

Mót á vegum EFSA erlendis á þessu ári eru Evrópumótið í bátakeppni haldið frá Weymouth, Englandi dagana 8.-13. september nk. og Evrópumótið í tegundaveiði (koli) haldið frá Langeland í Danmörku dagana 28.-31. október nk. Frestur til að skrá sig í mótið í Englandi er til 31. mars nk. en til 30. apríl nk. í mótið í Danmörku. Sjá nánari upplýsingar hér á þessum tenglum:

England:https://www.efsa-england.com/2019-09-09-european-boat-and-line-class-championships-weymouth/

Danmörk: http://www.angelcentrum.dk/pdf/EFSA_Program_2019.pdf

Gefið út 24. febrúar 2019

 
EFSA Iceland
Afritunarréttur © 2024 EFSA Iceland. Öll Réttindi Áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL Leyfinu.