Home
Íslandsmeistaramót EFSA 2019 • Ólafsvík 15. - 16. júní • Úrslit Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Administrator   
Miðvikudagur, 19 Júní 2019 17:54

 

Íslandsmeistaramót EFSA Íslands í bátakeppni 2019 var haldið laugardaginn 15. og sunnudaginn 16. júní sl. frá Ólafsvík með þátttöku sex veiðimanna sem kepptu á einum báti; fimm karlar og ein kona. Áhersla var lögð á að veiða þorsk, sem flokkaður var í þrjá lengdarflokka 50 cm og minni sem gaf 3 stig, 51-75 cm sem gaf 7 stig hver fiskur og þorskur stærri en 76 cm sem gaf 12 stig. Allar aðrar tegundir töldust einnig til stiga og gaf hver fiskur 3 stig. Að auki fékk veiðimaður 15 stig fyrir hverja tegund.

 

Alls veiddust 375 fiskar þar af 292 þorskar, flestir í stærsta stærðarflokknum eða 166 stk. og 110 stk. í milliflokknum. Af öðrum tegundum veiddust 83 fiskar; ufsi, ýsa, lýsa, karfi, steinbítur, langa, sandkoli og flundra. Stærsti þorskurinn var 107 cm, veiðimaður Sigríður Rögnvaldsdóttir og stærsti ufsinn var 117,5 cm., veiðimaður Sigríður Rögnvaldsdóttir.

 

Stigahæstur karla og þar með Íslandsmeistari 2019 varð Helgi Bergsson með 200% skor, 98 fiska og 962 aflastig. Í öðru sæti varð Kristbjörn Rafnsson með 113,41% skor, 63 fiska og 540 aflastig. Í þriðja sæti varð Ólafur Jón Guðmundsson með 106,6% skor, 56 fiska og 512 aflastig.

 

Íslandsmeistari kvenna varð Sigríður Rögnvaldsdóttir með 130,37% skor, 67 fiska og 610 aflastig.

 

Veitt voru einnig verðlaun fyrir efsta sætið í 2ja manna sveit og fyrir stærsta fiskinn í einstökum tegundum.

Einmuna blíða var báða veiðidaganna, blanka logn, ekki ský á himni og skartaði Snæfellsjökull allri sinni dýrð baðaður ljóma sólarinnar. Haft var að orði að sjaldan hafi veiðst jafn margir stórir fiskar í mótum félagsins og var fjöldi stórra fiska yfir 56 cm. að lengd alls 280 eða 75% af fjölda fiskanna.

 
EFSA Iceland
Afritunarréttur © 2024 EFSA Iceland. Öll Réttindi Áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL Leyfinu.