Djúpveiðikeppni EFSA Íslands 2021 |
Skrifað af Administrator |
Mánudagur, 28 Júní 2021 20:56 |
Djúpveiðikeppni EFSA Íslands í sjóstöng í bátakeppni verður haldin sunnudaginn 4. júlí frá Ólafsvík. Keppt verður eftir keppnisreglum EFSA í Evrópumótinu (tveir krókar) og veitt verður á 200 m. til 300 m. dýpi og reynt að veiða sérstakar tegundir t.d. blálöngu o.s.frv. Fyrirvari er gerður um gott veður og fellur keppnin niður ef veðurlag er óhagstætt til djúpveiða Dagskrá: Sunnudagur 4. júlí Djúpveiðikeppni (bátakeppni) kl. 07:30 Keppendur mæta á bryggju. kl. 08:00 Lagt úr höfn. kl. 09:00 Veiðar hefjast. kl. 15:00 Veiðum hætt. kl. 17:00 Bátar skulu vera komnir að bryggju. Á lokahófi aðalmóts EFSA Íslands á veitingarhúsinu Sker í Ólafsvík föstudaginn 21. maí var ákveðið að nota veiðidaginn sem féll niður í aðalmótinu (laugardagurinn 22. maí) síðar í sumar með veiði á allmiklu dýpi til þess að reyna að fá sérstakar tegundir sem ekki veiðast á grunnu vatni. Þátttökugjald og skráning. Utanfélagsmenn greiða 15.000 kr. í mótsgjald. Ekkert lokahóf verður af aflokinni keppni né verðlaunaafhending. Skráning hjá Þóri Sveinssyni sími 896 3157/netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða hjá Helga Bergssyni sími 867 3601/netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Skráning til fimmtudagsins 30. júní nk. Mótsstjórn skipar stjórn EFSA Ísland. |