Íslandsmeistaramót EFSA í strandveiði 2022. EFSA Iceland Shore Championship 2022 |
Skrifað af Helgi Bergsson |
Mánudagur, 06 Júní 2022 21:13 |
Íslandsmeistaramót EFSA í strandveiði 2022 verður haldið 17. og 18. júní frá Sauðárkróki. Föstudagur 17. júní – Sauðárkrókur, Borgarsandur Veitt frá kl. 23:00 til kl. 02:00. Laugardagur 18. júní – Sauðárkrókur Veitt frá kl. 10:00 til kl. 14:00. Þátttökugjald 3.000 kr. Á föstudeginum 17. júní verður veitt á háflóði frá söndunum utan við Sauðárkrók á 50 metra sónum. Leyft verður að nota eina beitustöng og aðra spúnastöng. Á laugardeginum verður veitt á Króknum sjálfum og á minni sónum, um 20 metra. Þar má veiða á eina stöng að eigin vali. Athuga að grjótgarður er með allri ströndinni og fara verður varlega. Veitt verður eftir reglum EFSA og heimilt að veiða með tveimur krókum. Þátttaka í mótið tilkynnist fyrir kl. 18:00 mánudaginn 13. júní til Skarphéðins Ásbjörnssonar í síma 852 6662/netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða til Þóris Sveinssonar í síma 896 3157/netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Verðlaun verða veitt fyrir 1., 2. og 3. sætið, stærsta (lengsta) fiskinn og stærsta flatfiskinn.
EFSA Iceland Shore Championship 2022 will be held Friday 17th June and Saturday 18th June from Saudarkrokur, North Iceland. Programme. Friday 17th June Saudarkrokur, Borgarsandur from 23:00 to 02:00. Saturday 18th June Saudarkrokur from 10:00 to 14:00. Entry fee ISK 3.000. Registration before 14th June 2022 to Skarphedinn Asbjörnsson, e-mail Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. og Thorir Sveinsson, e-mail Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . |