Home
Innanfélagsmót EFSA 2015 á Höfn Hornafirði 12. júní, þorskveiði – úrslit Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Helgi Bergsson   
Miðvikudagur, 17 Júní 2015 21:30

Innanfélagsmót EFSA Íslands 2015 var haldið föstudaginn 11. júní frá Höfn, Hornafirði. Alls tóku 12 keppendur þátt í mótinu, tvær konur og tólf karlar. Mótið var tegundamót þar sem þorskur var eina fiskitegundin sem taldist til stiga. Stigagjöfin var sú sama og keppt var eftir á Evrópumótinu í tegundaveiði frá Ólafsvík í maí í fyrra þar sem fiskar að stærð 45-60 cm. gáfu 1 stig, fiskar 60,1-80 cm. gáfu 3 stig, fiskar 80,1-90 cm. 8 stig og fiskar yfir 90 cm. gáfu 20 stig. Róið var á þremur bátum og veitt í sjö klukkutíma. Alls veiddust 262 þorskar flestir í stærðarflokknum 60,1-80 cm. eða 116 stk., næst flestir í stærðarflokknum 45-60 cm. eða 109 stk. 32 fiskar veiddust sem mældust 80,1-90 cm. og 5 fiskar í stærsta stærðarflokknum eða yfir 90 cm. Lengsti þorskur mótsins mældist 98 cm., veiðimaður Ægir Einarsson á bátnum Snjólfi. Flest aflastig og þar með fyrsta sætið hlaut Helgi Bergsson með 130 stig og 43 fiska. Í öðru sæti varð Kristbjörn Rafnsson með 100 stig og 20 fiska. Í þriðja sæti varð Ægir Einarsson með 97 stig og 28 fiska.

 
EFSA Iceland
Afritunarréttur © 2021 EFSA Iceland. Öll Réttindi Áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL Leyfinu.