Home Fréttir Íslandsmeistaramót og innanfélagsmót EFSA 2017
Íslandsmeistaramót og innanfélagsmót EFSA 2017 Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Administrator   
Mánudagur, 01 Maí 2017 16:28

Ólafsvík 25. - 27. maí. Bátakeppni í tegundum og magnveiði.

Íslandsmeistaramót EFSA Ísland í sjóstöng í bátakeppni verður haldið fimmtudaginn 25. maí og föstudaginn 26. maí frá Ólafsvík. Bátakeppnin er stigamót þar sem keppt er til Íslandsmeistara EFSA Ísland 2017. Keppt verður eftir keppnisreglum í bátakeppni 2018.

Innanfélagsmót. Laugardaginn 27. maí verður innanfélagsmót EFSA Ísland í sjóstöng haldið frá Ólafsvík. Áhersla verður lögð á að veiða þorsk og ufsa. Keppt eftir sömu reglum og á Evrópumótinu í tegundaveiði frá Ólafsvík 2014.

Dagskrá:

Miðvikudagur 24. maí

kl. 20:00 Mótsgögn afhent.

Fimmtudagur 25. maí. Íslandsmeistaramót (tegundakeppni)

kl. 06:30 Keppendur mæta á bryggju.

kl. 07:00 Lagt úr höfn.

kl. 08:00 Veiðar hefjast.

kl. 15:00 Veiðum hætt.

kl. 17:00 Bátar skulu vera komnir að bryggju.

Föstudagur 26. maí. Íslandsmeistaramót (tegundakeppni)

kl. 06:30–17:00 Sama og fimmtudag.

kl. 19:00 Úrslit kynnt á stigatöflu.

Laugardagur 27. maí. Innanfélagsmót (þorskur og ufsi)

kl. 06:30 Keppendur mæta á bryggju.

kl. 07:00 Lagt úr höfn.

kl. 08:00 Veiðar hefjast.

kl. 15:00 Veiðum hætt.

kl. 16:00 Bátar skulu vera komnir að bryggju.

kl. 20:00 Verðlaunaafhending.

kl. 21:00 Lokahóf.

Skráning hjá Þóri Sveinssyni sími 896 3157/netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða hjá Helga Bergssyni sími 867 3601/netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Skráningarfrestur er til þriðjudagsins 16. maí 2017.

 
EFSA Iceland
Afritunarréttur © 2024 EFSA Iceland. Öll Réttindi Áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL Leyfinu.