Home
European Species Championship, Olafsvik 2022 - results. Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Helgi Bergsson   
Mánudagur, 30 Maí 2022 20:06

The EFSA European Species Championship for Cod and Coalfish was held from Olafsvik, Iceland 27th to 28th May 2022. 64 anglers on 17 boats competed in the championship from 10 Sections or Belgium, Germany, England, Gibraltar, Ireland, Iceland, Portugal, Scotland, South Africa, and Wales. A total of 6.390 fish were caught or 4.141 Cod and 2.349 Coalfish. The number of the longest fish or over 100 cm that gave the highest score was 175.

The European Champion for Species was Scott Gibson from Scotland. In the second place was Sævar Guðmundsson from Iceland and in the third place was Francois Beukes from South Africa.

In the first place for national teams was Scotland A. In the second place was Gibraltar and in the third place was South Africa.

Evrópumót í sjóstangaveiði var haldið frá Ólafsvík dagana 27. til 28. maí sl. með þátttöku 64 keppenda, þar af 2 konur og 62 karlar. Keppendur komu frá tíu þjóðlöndum eða Belgíu, Englandi, Gíbraltar, Írlandi, Íslandi, Portúgal, Skotlandi, Suður-Afríku, Wales og Þýskalandi.

Róið var á 17 bátum og lögð var áhersla á að veiða þorsk og ufsa og gáfu stærstu fiskarnir flest stigin. Alls veiddust 6.390 fiskar í mótinu þar af 4.141 þorskur og 2.249 ufsar. Af stórfiskum (yfir 100 cm) veiddust alls 175 fiskar.

Evrópumeistari í mótinu varð Scott Gibson frá Skotlandi. Í öðru sæti varð Sævar Guðmundsson frá Íslandi og í þriðja sæti Francois Beukes frá Suður-Afríku. Landslið Skotlands varð í fyrsta sæti, landslið Gíbraltar í öðru sæti og landslið Suður-Afríku í þriðja sæti.

Mótið var skipulagt af Samtökum evrópskra sjóstangaveiðifélaga (EFSA) – Íslandsdeild. Þetta er í þriðja skiptið sem Evrópumót í sjóstangaveiði er haldið frá Ólafsvík. Fyrsta mótið var haldið árið 2014, sem var 2ja daga tegundamót, það næsta var árið 2018 þegar 4ra daga mót var haldið með 134 keppendum og núna í ár Evrópumótið í tegundaveiði.

 
EFSA Iceland
Afritunarréttur © 2023 EFSA Iceland. Öll Réttindi Áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL Leyfinu.