Home
Íslandsmeistaramót EFSA í bátakeppni 2023. EFSA Iceland Boat Championship 2023 Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Administrator   
Þriðjudagur, 08 Ágúst 2023 12:07

Aðalmót EFSA Íslands 2023.

Aðalmót EFSA Íslands 2023 var haldið 6. og 7. ágúst sl. með þátttöku 7 keppenda. Róið var á tveimur bátum frá Reykjavík og Akranesi. Alls veiddust 435 fiskar sem gáfu stig og voru þeir af 13 tegundum; þorskur, ufsi, ýsa, steinbítur, keila, lýsa, marhnútur, gullkarfi, litli karfi, langa, sandkoli, rauðspretta og lúða. Í fyrsta sæti með 200% skor og 488 aflastig varð Skarphéðinn Ásbjörnsson og þar með Íslandsmeistari EFSA Íslands 2023. Í öðru sæti með 200% skor og 383 aflastig varð Þórir Sveinsson og í þriðja sæti með 174,47% skor og 334 aflastig varð Gunnar Jónsson. Efst ungmenna (junior) og eini keppandi í þeim flokki var Garðar Alti Gestsson með 104,72% skor og 257 aflastig. Lengsi flatfiskurinn í mótinu var lúða 63 cm, veiðimaður Skarphéðinn Ásbjörnsson. Lengsti bolfiskurinn í mótinu var þorskur 104 cm, veiðimaður Gunnar Jónsson. Einmuna blíða var báða keppnisdagana, sléttur sjór og smá rigningaúði fyrri daginn.

Heildaryfirlit úrslitanna er sendur út í tölvupósti til félagsmanna.

EFSA Iceland Open 2023.

EFSA Iceland Open 2023 was held 6 and 7 August from Reykjavik and Akranes with two boast and 7 anglers. A total number of 435 fish that counted to points were caught of 13 species: Cod, Coalfish, Haddock, Wolf fish, Tusk, Withing, Scorpion fish, Golden Red fish, Norwegian Red fish, Ling, Common Dab, Plaice and Halibut. In first place was Skaphéðinn Ásbjörnsson with 200% score and 488 fish points. In second place was Thorir Sveinsson with 200% score and 383 fish points. In third place was Gunnar Jónsson with 174,47% score and 334 fish points. One junior (14 years old) competed in the Championship, Garðar Alti Jónsson. He got 104,72% score and 257 fish points. The longest flatfish, a Halibut of 63 cm, caught Skarphéðinn Ásbjörnsson. The longest rounded fish caught Gunnar Jónsson, a Cod of 104 cm. It was very good weather both days, calm sea, and few raindrops the first day.

An overall list will be sent out in an e-mail to EFSA Iceland´s members.

 
EFSA Iceland
Afritunarréttur © 2024 EFSA Iceland. Öll Réttindi Áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL Leyfinu.