Home Fréttir
The News
Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2010 Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Skarphéðinn Ásbjörnsson   
Mánudagur, 21 Mars 2011 17:04

EFSA Íslandi

Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2010

 

 

Starf Efsa Íslandi byrjaði af krafti strax í ársbyrjun 2010 enda okkar fyrsta Evrópumót í Báta og Línukeppni fram undan. Undirbúningsnefndin hafði verið að störfum þá í nærri þrjú ár og óðum styttist í stóru stundina. Við höfðum búist við allt að 200 keppendum á mótið en erfiðleikar í efnahagsumhverfinu ekki aðeins hér á Íslandi heldur líka í löndunum í kring um okkur tók sinn toll. Þegar að skráningu lauk um mánaðamótin janúar - febrúar var ljóst að keppendafjöldi yrði um 140. Það var þó gríðar mikil vinna í að undirbúa komu keppenda til Dalvíkur,  gistimál, æfingabátar, skipulagning ferða og atburða ásamt óteljandi öðrum atriðum sem sinna þurfti. Þegar nær dró bætti ekki úr skák þegar eldgos hófst í Eyjafjallajökli og truflaði flugsamgöngur um alla Evrópu. Við fengum alvarlegar spurningar í lok mars frá mörgum deildum um hvort ekki væri ráðlegt að aflýsa mótinu. Við stóðum því frammi fyrir gríðarlega erfiðri ákvörðun. Eftir gaumgæfilega skoðun mátum við stöðuna þannig að þegar á gosið liði myndi öskufall minnka vegna þess að vatn og ís í gígnum kláraðist. Við sendum því út yfirlýsingu um miðjan apríl að mótinu yrði ekki aflýst. Það reyndist rétt ákvörðun og lentu gestir okkar ekki í teljandi erfiðleikum á ferðum sínum að og frá landinu.

 

Mótið sjálft tókst svo í alla staði vel ef frá er talinn misskilningur við útreikning Léttlínukeppninnar sem ullu því að birt voru röng úrslit í henni í kvennaflokki og flokki öldunga kvöldið fyrir verðlaunaafhendinguna. Þáttakendur í mótinu lýstu mjög margir yfir ánægju sinni með framkvæmd mótsins og þeirri miklu veiði sem í mótinu var þrátt fyrir að ekki hafi verið mikil þorskveiði. Fyrir utan undirbúningsnefndina lögðu margir félagar okkar hönd á plóginn við framkvæmd mótsins og unnu ómetanlegt starf. Einnig lögðu fjölmargir utanaðkomandi aðilar, fyrirtæki og ekki síst bæjarfélagið okkur lið við mótshaldið og kunnum við öllum þessum aðilum bestu þakkir fyrir.  Góð afkoma var í mótinu sem gerir okkur kleift að styðja við bakið á meðlimum okkar í næstu framtíð.

 

Innanfélagsmótið okkar var haldið þann 18. september frá Ólafsvík og tókst í alla staði vel. Alls veiddust 8 tegundir fiska og veiddust 352 kíló af þorski auk annarra tegunda þótt keppendur væru einungis 9. Mótið gilti einnig sem Íslandsmeistaramót og urðu Íslandsmeistarar þau Helgi Bergsson og Sigurlín Stefánsdóttir.

 

Vegna veðurs varð að fresta strandveiðimótinu okkar fram eftir hausti og fór svo að það var að lokum haldið þann 22. Janúar. Ekki var mikil veiði, aðeins einn fiskur kom á land og var veiðimaðurinn Helgi Bergsson. Helgi varð því einnig strandveiðimeistari EFSA Íslandi 2010.

 

Þátttaka í mótum erlendis var með minna móti í ár aðallega vegna þess að aðalmót EFSA var haldið hér á Dalvík. Þó sóttu Þórir Sveinsson og Helgi Bergsson mót erlendis, Þórir tók þátt í tegundamóti í Albufuera í Portúgal í september og Helgi tók þátt í strandveiðimóti í Phwelly í Whales í nóvember.

 

Nú er liðið viðburðarríkasta ár í sögu EFSA Íslandi síðan það var endurreist árið 1998 og það er ljóst eftir tvö Evrópumót í Sjóstangaveiði að við EFSA Íslandi þótt fámenn séum, erum í stakk búin til þess að takast á við krefjandi verkefni í framtíðinni og getum verið stolt af því.

 

Fyrir hönd stjórnar,

Skarphéðinn Ásbjörnsson

Formaður

 
Íslandsmeistaramót EFSA 2010 Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Skarphéðinn Ásbjörnsson   
Mánudagur, 20 September 2010 20:26

Íslandsmeistaramót EFSA Íslandi í bátaveiði var haldið frá Ólafsvík þann 18. september.

 

Tíu keppendur voru skráðir til leiks og var keppt á tveimur bátum. Alls fengust 8 tegundir fiska í mótinu. Afli var 352 kíló af þorski vigtað slægt auk annarra tegunda.

 

Íslandsmeistari karla varð Helgi Bergsson og Íslandsmeistari kvenna varð Sigurlín Stefánsdóttir.

 

Jafnir í öðru til þriðja sæti karla urðu Kristbjörn Rafnsson og Skarphéðinn Ásbjörnsson, í öðru sæti kvenna varð Sigurbjörg Kristjánsdóttir.

Stærsta fisk mótsins veiddi Skarphéðinn Ásbjörnsson, þorsk sem vóg 6,515 kg.

Verðlaun fyrir flestar tegundir alls 6 fékk Helgi Bergsson. Guðbjartur Gissurarson veiddi einnig 6 tegundir en var með færri aflastig eftir daginn.

 

Stærstu fiskar:

Fiskur Þyngd kg Veiðimaður
Þorskur 6,515 Skarphéðinn Ásbjörnsson
Ufsi 1,146 Ólafur J Guðmundsson
Ýsa 1,314 Guðbjartur Gissurarson
Karfi 0,446 Guðbjartur Gissurarson
0,430 Reynir Halldórsson
Sandkoli 0,574 Guðbjartur Gissurarson
0,526 Ólafur J Guðmundsson
0,450 Reynir Halldórsson
Keila 4,326 Sigurlín Stefánsdóttir
Langa 3,638 Skarphéðinn Ásbjörnsson
Rauðspretta 0,436 Sigurbjörg Kristjánsdóttir

 

Sveitakeppni tveggja manna:

Sveitir Mótsstig Samtals
1. sæti Skarphéðinn Ásbjörnsson 100 193
Sigurlín Stefánsdóttir 93
2. sæti Helgi Bergsson 100 186
Reynir Halldórsson 86
3. sæti Ólafur Hauksson 87 183
Guðbjartur Gissurarson 96
4. sæti Kristbjörn Rafnsson 100 167
Ólafur Jón Guðmundsson 67
5. sæti Sigurbjörg Kristjánsdóttir 70 70
Pétur Lárusson 0

 

 

 

 

 

Síðast uppfært: Mánudagur, 20 September 2010 22:04
 
Íslandsmót 2010 Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Skarphéðinn Ásbjörnsson   
Mánudagur, 06 September 2010 00:45

Íslandsmót EFSA Íslandi sem halda átti þann 28. ágúst sl. Í Ólafsvík verður haldið þar þann 18. september n.k.

Keppt verður eftir þeim reglum EFSA og þeirri stigagjöf sem gilti í Bátakeppni Evrópumótsins í vor nema það sem fram kemur hér. (Reglurnar er hægt að nálgast hér á síðunni undir “Dalvík 2010”)

Mótsgjald er frítt.

Mótssetning verður föstudaginn 17. september kl 20:00 í  Mettubúð.

Keppendur skulu vera mættir á hafnarsvæðið klukkan 06:30 að morgni keppnisdagsins. Bátum er heimilt að leggja úr höfn kl. 07:00. Hálftímaveiði er heimil innan hafnar áður en lagt er úr höfn. Veiðitími er 6 klukkustundir frá fyrsta rennsli eftir að lagt er úr höfn að síðasta “hafa uppi” heildarveiðitími er því sex og hálf klukkustund. Bátar skulu vera í höfn í síðasta lagi kl. 16:00.

Verðlaunaafhending verður laugardaginn 18. september kl. 20:00 í Mettubúð. Grillveisla verður að verðlaunaafhendingu lokinni.

Veitt verða verðlaun fyrir stærsta fisk hverrar tegundar, stærsta fisk mótsins og flestar tegundir. Einnig verða veitt verðlaun fyrir stigahæstu tveggja manna sveit. Íslandsmeistarar kvenna og karla verða þeir sem stigahæstir eru og verða veitt brons, silfur og gullverðlaun í hvorum flokki.

 

Tilkynningu um skráningu í mótið skal senda á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða hringja í formann í síma 8926662.

Síðast uppfært: Mánudagur, 06 September 2010 00:52
 
Info EFSA 2010 Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Skarphéðinn Ásbjörnsson   
Mánudagur, 05 Apríl 2010 09:51

Pictures from the event will be put on the website during the Championship. See under: Myndir/Pictures

Myndir frá mótinu verða birtar annað slagið á meðan á mótinu stendur. Sjá undir: Myndir/Pictures 

 

EFSA Iceland have for sale, 200gr., 300gr., and 500 gr. lead and bait for practising, same package as will be used in the Championships.

One of our member also have on sale Poloshirts. See under "Dalvik 2010" above. 

 

Important notice!!

In view of the latest news it is important to announce that the volcanic activities in Eyjafjallajokull causes no immediate threats to north Iceland. Dalvik is about 300 kilometers away from the volcano and Reykjavik is about 130 km away from it. The trouble lies in air travel which we trust is well monitored and guided by all authorities. Information on air travel in Europe can be found on: https://www.cfmu.eurocontrol.int/PUBPORTAL/gateway/spec/index.html 

 

Informations for competitors in the EFSA European Boat and Line Class Championships taking place in Dalvik Iceland in May. 

The Boat Draw for the Championship took place in public at Berg Dalvik saturday 10. april

The list can be seen  here above under "Dalvik 2010 / Boat Draw"

 

 

Notice is also hereby given that it is now possible to registrate for the 2 and 4 man teams and send it to EFSA Iceland secretary Thorir Sveinsson either by mail to his home address: Urðarvegur 56, 400 Ísafjorður, Iceland or by email at Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Registration form are to be found under the link "DALVIK 2010" at top of this page.

Additional information regarding the Championships are also to be found under "DALVIK 2010" 

Síðast uppfært: Mánudagur, 10 Maí 2010 21:52
 
Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2009 Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Skarphéðinn Ásbjörnsson   
Mánudagur, 22 Mars 2010 13:22

 

 

 

Skýrsla stjórnar EFSA Íslandi fyrir starfsárið 2009

(Flutt á aðalfundi félagsins sem fram fór í Reykjavík þann 20. mars 2009) 

  

Starf EFSA Íslandi á síðasta starfsári byggðist að miklum hluta á undirbúningi vegna Evrópumótsins sem fram fer í maí næstkomandi en vinna undirbúningsnefndar mótsins hefur nú þegar staðið yfir í rúm tvö ár.

Í lok apríl 09 sótti formaður vorfund Fulltrúaráðs EFSA í Gatwick. Þar gerði hann m.a. grein fyrir stöðu mála varðandi undirbúning evrópumótsins. Óskaði hann eftir viðbótarfjölda í þorski, ufsa og ýsu að 25 fiskum í hverri tegund. Var það samþykkt af Fulltrúaráðinu.

Dagana 15. -16. maí var svo haldið undirbúningsmót á Dalvík þar sem reynt var að líkja sem mest eftir öllum framkvæmdaatriðum hins væntanlega móts. Nutum við liðsinnis nokkurra Skota sem komu til að þátt í mótinu. Er óhætt að segja að við höfum rekið okkur á allmarga hnökra sem upp komu og vonandi höfum við lært af þeim. Fjöldi keppenda í mótinu var einungis 19 og var afli í mótinu um hálft tonn. Mótið var einnig Íslandsmeistaramót EFSA Íslandi og urðu Íslandsmeistarar 2009 þau Sigríður Kjartansdóttir og Alastair Forsyth.

Í lok maí héldu fjórir félagar EFSA Ísland til Plymouth á Englandi til að taka þátt í tegundarmóti EFSA 2009 en var það Conger (Hafáll) sem var viðfangesfnið. Gerðu þeir félagar góða ferð og komu með nokkur verðlaun heim með sér í farteskinu. Má þar nefna að Ólafur Guðmundsson og Kristbjörn Rafnsson urðu í 2. sæti í 2ja manna sveitarkeppni, Ólafur, Kristbjörn, Helgi Bergsson og Ólafur Jónsson urðu í 2. sæti í 2ja manna sveitarkeppni og Kristbjörn varð í 1. sæti í tölvudreginni sveitarkeppni en Ólafur Guðmundsson í 3. sæti.

Dagana 19. – 20. júní var haldið strandveiðimót frá Sauðárkróki. Tvær nýjar tegundir sem ekki hafa fengist í strandveiðimótum veiddust í mótinu, bleikja og sjóbirtingur. Íslandsmeistari í strandveiði 2009 varð Skarphéðinn Ásbjörnsson.

Í júlí var svo mótsbæklingur Evrópumótsins á Dalvík gefinn út og sendur til félaga EFSA Íslands og erlendra EFSA aðilarfélaga ásamt því að hann var birtur á heimasíðu okkar.

 Í ágúst fóru 8 félagar EFSA Ísland til Orkneyja til að taka þátt í báta og línukeppni EFSA sem haldin var þar. Þórir Sveinsson ritari hefur skrifað ágæta skýrslu um för Íslendinganna og má lesa hana á heimasíðu félagsins. Formaður og ritari sátu í þeirri ferð fund Fulltrúaráðs EFSA. Lagði formaður fram á þeim fundi tvær undanþágubeiðnar frá almennum reglum EFSA vegna evrópumótsins nú í vor. Sú fyrri var að heimilað yrði að skipstjórar og aðstoðarmenn á bátum gerðu að öllum afla sem um borð kæmi fyrir veiðimenn. Var þetta gert til þess að fá sem besta meðhöndlun á aflanum sem ætlunin er að selja á markaði. Seinni tillagan var að óheimilt yrði að lyfta fiski innbyrðis á veiðistönginni. Er þetta gert í varúðarskyni vegna þeirrar hættu sem getur skapast ef fiskur fellur af ofan yfirborðs þá hendist slóði eða pilkur innfyrir með tilheyrandi slysahættu.  Báðar undanþágubeiðnirnar voru samþykktar samhljóða. Ritari dreifði á fundinum mótsbæklingi Dalvíkurmótsins og var ekki annað að sjá en mikil eftirvænting ríkti meðal væntanlegra erlendra þáttakenda.

Í nóvember tóku tveir félagar EFSA Ísland þátt í Evrópumóti EFSA í strandveiði sem haldið var á Langeland í Danmörku. Helgi Bergsson vann tvenn gullverðlaun á því móti, í 2ja manna sveit og í flokki ævifélaga (lifemember).

Á haustmánuðum jókst enn vinna undirbúningsnefndarinnar og hefur hún haft í miklu að snúast undanfarnar vikur og mánuði. Fjöldi erlendra keppenda í mótinu í vor er um 130 auk  12 Íslendinga. Endanleg tala Íslendinga liggur þó ekki fyrir fyrr en að loknum aðalfundi þar sem verður tekin ákvörðun um styrkveitingu til þeirra.

Ég vill að marggefnu tilefni minna félagsmenn á Íslenska þýðingu grunnveiðireglna EFSA sem aðgengilegar eru á heimasíðunni og bið alla félagsmenn um að kynna sér þær að fremsta megni. Áríðandi er í komandi evrópumóti á Dalvík að við séum sem best að okkur í þeim ásamt sjálfum reglum mótsins. Ég vill einnig ítreka beiðni mína til sem flestra félaga að leggjast á árarnar með undirbúningsnefndinni í undirbúningi og við framkvæmd hins komandi stórmóts. 

Á árinu féllu tveir félagar EFSA Íslands frá, þau Sonja Guðlaugsdóttir sem dó í maí sl. og Birgir Ævarsson sem dó í ágúst. Er þeirra sárt saknað og vill ég að við vottum þeim virðingu okkar með mínútu þögn.

 Að lokum vil ég þakka stjórninni, undirbúningshópnum og öllum þeim sem komu að starfi félagsins á liðnu ári kærlega fyrir mikla vinnu og gott og ánægjulegt samstarf.  

Með bestu veiðikveðjum,

EFSA Íslandi

Formaður

Skarphéðinn Ásbjörnsson

Síðast uppfært: Þriðjudagur, 30 Mars 2010 09:01
 
<< Byrja < Fyrra 1 2 3 4 5 6 7 Næsta > Endir >>

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL
EFSA Iceland
Afritunarréttur © 2023 EFSA Iceland. Öll Réttindi Áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL Leyfinu.