Home
Welcome to the Frontpage
Íslandsmeistaramót EFSA Íslands 2016. EFSA Iceland Open Boat Championship 2016. Nýtt Íslandsmet fyrir ýsu. A new record for Haddock. Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Helgi Bergsson   
Sunnudagur, 03 Júlí 2016 10:51

Íslandsmeistaramót EFSA Íslands 2016 í tegundakeppni var haldið föstudaginn 17. júní og laugardaginn 18. júní með þátttöku níu keppenda. Keppt var eftir veiðireglum EFSA og veitt á tveimur bátum frá Dalvík í sex klukkustundir frá kl. 08:00 til kl. 14:00 báða dagana. Veðrið var með eindæmum gott báða dagana, sól og blíðviðri og logn.

Alls veiddust 347 fiskar af níu tegundum sem skráðir voru til stiga; þorskur, ufsi, sandkoli, lýsa, karfi, ýsa, steinbítur, rauðspretta og lúða. Sigagjöfinni var þannig háttað að hver veiðimaður mátti veiða 10 fiska í tegund og gaf hver tegund mismörg stig frá 1stigi fyrir þorsk og ufsa til 10 stiga fyrir torveiddari fiska t.d. rauðsprettu. Að auki voru gefin 15 stig fyrir fyrsta fisk í tegund.

Úrslit urðu þau að Íslandsmeistari EFSA Íslands 2016 varð Skarphéðinn Ásbjörnsson með 194,24% skor, 54 fiska og 279 aflastig. Í öðru sæti varð Þorsteinn Már Aðalsteinsson með 178,05% skor, 36 fiska og 212 aflastig. Í þriðja sæti varð Þórir Sveinsson með 175,17% skor, 37 fiska og 209 aflastig. Með flestar tegundir eða átta, var Skarphéðinn Ásbjörnsson með þorsk, ufsa, sandkola, lýsu, karfa, ýsu, steinbít og rauðsprettu. 2ja manna sveitarkeppnina með 359,7% skor unnu þeir Skarphéðinn Ásbjörnsson og Kristbjörn Rafnsson. Stærsta (lengsta) fiskinn fékk Þorsteinn Már Aðalsteinsson, steinbít sem var 87 cm. að lengd. Skarphéðinn var einnig aflahæsti skipstjórinn á bátnum Brimfaxa með 225,8 aflastig á meðalstöngina en í öðru sæti varð Guðmundur Örn Ólafsson á bátnum Magna með 197,25 aflastig á meðalstöngina.

Glæsilegt nýtt Íslandsmet var sett er Skarphéðinn Ásbjörnsson veiddi risaýsu nærri Hrísey sem vóg 5,640 kg., 87,5 cm. að lengd og 48 cm. að ummáli. Fyrra ýsumetið var 4,460 kg. sem veidd var í maí 2007 við Vestmannaeyjar.

English version.

EFSA Iceland Open Boat Championship 2016 was held on Friday 17th June and Saturday 18th June with nine anglers on two boats from Dalvik in North Iceland. The Championship was fished by EFSA rules, six hours of fishing each day. Total catch was 347 fish that counted; Cod, Coalfish, Dab, Whiting, Red fish, Haddock, Catfish, Plaice and Halibut. Results: Skarphedinn Asbjörnsson in first place with 194,24% score, Thorsteinn Mar Adalsteinsson in second place with 178,05% score and Thorir Sveinsson in third palce with 175,17% score. Each angler was allowed to fish 10 fish a day in each species. The angler with most species or 8 was Skarphedinn Asbjörnsson; Cod, Coalfish, Dab, Whiting, Red fish, Haddock, Catfish and Plaice. The two man team was won Skarphedinn Asbjörnsson and Kristjörn Rafnsson with 359,7% score. The biggest fish was a Catfish of 87 cm, angler Thorsteinn Mar Adalsteinsson.

Skarpheðinn Asbjörnsson fished a big Haddock of 5.640 kg., 87,5 cm. length and 48 cm. girth, a new EFSA Iceland record for Haddock. The old record was a 4,460 kg. Haddock fished near the Westman Islands in 2007.

Síðast uppfært: Sunnudagur, 03 Júlí 2016 10:52
 
Strandveiðimót EFSA Íslands 2016. EFSA Iceland Shore Open 2016 Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Helgi Bergsson   
Fimmtudagur, 09 Júní 2016 17:19

Fyrsta strandveiðimót EFSA Íslands af þremur til Íslandsmeistara 2016 var haldið laugardaginn 4. júní og sunnudaginn 5. júní með þátttöku fimm keppenda. Keppt var eftir veiðireglum EFSA og leyft að veiða með þremur krókum. Fyrri daginn var veitt frá Grandagarði, Reykjavík frá kl. 15:00 til kl. 20:00. Alls veiddust 113 fiskar af sex tegundum; sandkoli, þorskur, ýsa, rauðspretta, flundra og tindabikkja. Seinni daginn var veitt frá Þykkvabæjarfjöru frá kl. 10:15 til 15:15. Mikil veiði var og veiddust alls 292 fiskar nær allt sandkolar 30 til 39 cm. að stærð. Báða dagana var veðrið mjög gott, sól og blíðviðri en smá gola seinni daginn. Úrslit urðu þau að Helgi Bergsson varð í fyrsta sæti með 120 fiska og 4364 stig, Steve Mason í öðru sæti með 94 fiska og 3502 stig og Reynir Halldórsson í þriðja sæti með 86 fiska og 3206 stig. Steve Mason veiddi stærsta fisk mótsins, þorsk sem var 70 cm. að lengd og einnig stærsta flatfiskinn, kola sem var 39 cm. að lengd. Næsta strandveiðimót til Íslandsmeistara verður frá Akureyri í júlí og þriðja og síðasta mótið frá Snæfellsnesi í ágúst eða byrjun september nk.

English version.

EFSA Iceland Shore Open Championship 2016 part one of three was held Saturday 4th June from Reykjavik and Sunday 5th June from Thykkvabæjarfjara, South-Iceland with five anglers. The Championship was fished by EFSA rules, five hours of fishing each day and three hooks allowed. Total cach was 405 fish mostly Dab but also Cod, Haddock, Plaice, Flounder and Starry Ray. Results: Helgi Bergsson in first place with 120 fish, Steve Mason in second place with 94 fish and Reynir Halldorsson in third palce with 86 fish. The biggest fish was a Cod of 70 cm, angler Steve Mason. Steve got also the biggest flatfish a Dab of 39 cm. The next Shore Championship will be held from Akureyri in July and the third and last one this summer from Snæfellsnes in late August or early September.

 
Íslandsmeistaramót EFSA í strandveiði 2016. Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Thorir Sveinsson   
Miðvikudagur, 25 Maí 2016 21:14

Íslandsmeistaramót EFSA í strandveiði verður haldið í Reykjavík og frá Þykkvabæjarfjöru 4. og 5. júní nk. Mótið er eitt af þremur strandveiðimótum félagsins til Íslandsmeistara 2016. Frítt er í mótið. Veitt eftir reglum EFSA en þrír krókar leyfðir.

Dagskrá:

Laugardagur 4. júní - Grandagarði, Reykjavík.

Mæting kl. 14:00 og veitt frá kl. 15:00 til kl. 20:00.

Sunnudagur 5. júní – Þykkvabæjarfjara.

Mæting kl. 09:30 og veitt kl. 10:00 til 15:00.

Þátttaka í mótið tilkynnist fyrir kl. 18:00 þriðjudaginn 31. maí til Paul Fawcett í síma 893 2362 eða til Þóris Sveinssonar í síma 896 3157. Næstu mót verða haldin frá Akureyri og Snæfellsnesi.

English version.

EFSA Iceland Open Shore Championship 2016 will be held from Reykjavik and Thykkvabae, South Iceland 4th and 5th June 2016. To be fished by EFSA rules but three hooks are allowed.

Programme:

Saturday 4 June – Grandagardur, Reykjavik.

Fishing from 15:00 to 20:00.

Sunday 5 June – Thykkvabae, South Iceland.

Fishing from 10:00 to 15:00.

Registration before 31st May at 18:00 to Paul Fawcett, tel. 8932362 og Thorir Sveinsson, 8963157.

The Shore Championship is one of three EFSA Iceland Open Shore Championships to be held this summer.

 
Íslandsmeistaramót og innanfélagsmót EFSA 2016 – EFSA Iceland Open 2016 Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Helgi Bergsson   
Mánudagur, 02 Maí 2016 20:19

Dalvík 16. - 19. júní bátakeppni og þorskveiði

Íslandsmeistaramót EFSA Ísland í sjóstöng í bátakeppni verður haldið föstudaginn 17. og laugardaginn 18. júní frá Dalvík. Bátakeppnin er stigamót þar sem keppt er til Íslandsmeistara EFSA Ísland 2016. Keppt verður eftir keppnisreglum EFSA.

Innanfélagsmót. Sunnudaginn 19. júní verður innanfélagsmót EFSA Ísland í sjóstöng haldið frá Dalvík. Áhersla verður lögð á að veiða þorsk.

Dagskrá

Fimmtudagur 16. júní Mótssetning

kl. 20:00 Mótsgögn afhent.

Föstudagur 17. júní Íslandsmeistaramót (bátakeppni)

kl. 06:30 Keppendur mæta á bryggju.

kl. 07:00 Lagt úr höfn.

kl. 08:00 Veiðar hefjast.

kl. 14:00 Veiðum hætt.

kl. 17:00 Bátar skulu vera komnir að bryggju.

Laugardagur 18. júní

kl. 06:30 – 17:00 Sama og föstudag.

kl. 19:00 Úrslit kynnt á stigatöflu.

Sunnudagur 19. júní Innanfélagsmót (þorskveiðikeppni)

kl. 06:30 Keppendur mæta á bryggju.

kl. 07:00 Lagt úr höfn.

kl. 08:00 Veiðar hefjast.

kl. 15:00 Veiðum hætt.

kl. 17:00 Bátar skulu vera komnir að bryggju.

kl. 20:00 Verðlaunaafhending.

kl. 21:00 Lokahóf.

Frítt er í mótið fyrir félagsmenn EFSA Íslands en utanfélagsmenn greiði keppnisgjald 11.000 kr. fyrir hvern keppnisdag. Skráning hjá Þóri Sveinssyni sími 896 3157/netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða hjá Helga Bergssyni sími 867 3601/netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Skráningarfrestur er til þriðjudagsins 31. maí 2016.

Mótsstjórn skipar stjórn EFSA Ísland.

English version

EFSA Iceland Open 2016 will be held June 16th to 19th from Dalvik, North-Iceland. Registration on the 16th of June at 20:00. Boat Championship Friday 17th and Saturday 18th and cod fishing on Sunday the 19th. Contact Thorir Sveinsson, e-mail: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. before May 31st 2016.

 
European Boat Championships 2018 from Olafsvik Iceland. Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Administrator   
Sunnudagur, 14 Febrúar 2016 13:26

On EFSA Iceland´s AGM held on Saturday 6 February 2016 it was decided that the place for the European Boat Championships 2018 will be from Olafsvik in West-Iceland from 27th May to 1st June 2018. The four fishing days will be on the 28th to the 31st May. An Organizing Committee for the venue has been elected.

Síðast uppfært: Sunnudagur, 14 Febrúar 2016 13:28
 
<< Byrja < Fyrra 11 12 13 14 15 16 17 18 19 Næsta > Endir >>

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL
EFSA Iceland
Afritunarréttur © 2023 EFSA Iceland. Öll Réttindi Áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL Leyfinu.