Íslandsmeistara- og innanfélagsmót EFSA Ísland í sjóstöng verður haldið laugardaginn 23. ágúst frá Flateyri.
Keppt verður eftir keppnisreglum EFSA.
Dagskrá
Föstudagur 22. ágúst - Mótssetning
kl. 20:00 Mótssetning á Vagninum, Flateyri
Mótsgögn afhent
Laugardagur 23. ágúst - Íslandsmeisaramót
kl. 06:30 Keppendur mæta á bryggju
kl. 07:00 Lagt úr höfn
kl. 08:00 Veiðar hefjast
kl. 14:00 Veiðum hætt
kl. 16:00 Bátar skulu vera komnir að bryggju
kl. 18:30 Mótsgögn fyrir bátakeppni afhent
kl. 20:00 Verðlaunaafhending.Vagninn, Flateyri
kl. 21:00 Lokahóf
Frítt er í mótið fyrir félagsmenn EFSA Íslands en utanfélagsmenn greiði keppnisgjald 5.000 kr.
Gisting. Gist verður í sumarhúsum Iceland Profishing ehf á Flateyri og kostar gistinóttin 6.000 kr. á mann. Símar 8960538
896 0538, 456 6667. EFSA Ísland styrkir félagsmenn sína um tvær gistinætur.
Bátar. Róið verður á bátum Iceland Profishing ehf á Flateyri þar sem 3 til 4 keppendur verða um borð í báti. Skipstjóri á hverjum báti verður valinn úr hópi keppenda.
Skráning hjá Þóri Sveinssyni sími 896 3157/netfang:
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
eða hjá Helga Bergssyni sími 867 3601/netfang:
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
. Skráningarfrestur er til laugardagsins 16. ágúst 2014.
Sjóísmót 21. - 23. ágúst.
Samhliða móti EFSA heldur Sjóís mót sín frá Flateyri. Aðalmót Sjóís verður haldið 21. og 22. ágúst og hefst með mótssetningu miðvikudaginn 20. ágúst. Félagar í EFSA Íslandi eru velkomnir í það mót. Innanfélagsmót Sjóís verður haldið laugardaginn 23. ágúst og einnig frá Flateyri.
Sjórn EFSA Ísland, 7. ágúst 2014.
|