Home
Welcome to the Frontpage
Íslandsmeistaramót, innanfélagsmót EFSA Íslands 2014 - úrslit Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Helgi Bergsson   
Þriðjudagur, 26 Ágúst 2014 17:37

Íslandsmeistara- og innanfélagsmót EFSA Íslands í sjóstöng 2014, bátakeppni, var haldið laugardaginn 23. ágúst 2014 frá Flateyri með fjórum keppendum. Keppt var á einum báti eftir keppnisreglum EFSA. Alls veiddust sex tegundir; þorskur, ýsa, ufsi, lýsa, makríll og sandkoli. Stærsti fiskur mótsins var þorskur 77 cm.

Íslandsmeistari EFSA Íslands 2014 í bátakeppni varð Reynir Halldórsson með 124 stig en röð keppenda var þessi:

Reynir Halldórsson 124 stig

Helgi Bergsson 109 stig

Ævar Einarsson 98 stig

Þórir Sveinsson 91 stig

Veður var fremur óhagstætt og af þeim sökum var einungis veitt inni í Önundarfirði.

Í keppninni var notast við nýtt fyrirkomulag þar sem bátur var leigður af sjóstangaveiðifyrirtæki á Flateyri og keppandi skipaður

skipstjóri. Aðbúnaður allur á Flateyri og gistiaðstaða voru eins og best var á kosið.

Síðast uppfært: Þriðjudagur, 26 Ágúst 2014 17:40
 
Íslandsmeistaramót- innanfélagsmót EFSA 2014 Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Helgi Bergsson   
Sunnudagur, 10 Ágúst 2014 11:37

Íslandsmeistara- og innanfélagsmót EFSA Ísland í sjóstöng verður haldið laugardaginn 23. ágúst frá Flateyri.

Keppt verður eftir keppnisreglum EFSA.

Dagskrá

Föstudagur 22. ágúst - Mótssetning

kl. 20:00 Mótssetning á Vagninum, Flateyri

Mótsgögn afhent

Laugardagur 23. ágúst - Íslandsmeisaramót

kl. 06:30 Keppendur mæta á bryggju

kl. 07:00 Lagt úr höfn

kl. 08:00 Veiðar hefjast

kl. 14:00 Veiðum hætt

kl. 16:00 Bátar skulu vera komnir að bryggju

kl. 18:30 Mótsgögn fyrir bátakeppni afhent

kl. 20:00 Verðlaunaafhending.Vagninn, Flateyri

kl. 21:00 Lokahóf

Frítt er í mótið fyrir félagsmenn EFSA Íslands en utanfélagsmenn greiði keppnisgjald 5.000 kr.

Gisting. Gist verður í sumarhúsum Iceland Profishing ehf á Flateyri og kostar gistinóttin 6.000 kr. á mann. Símar 8960538

896 0538, 456 6667. EFSA Ísland styrkir félagsmenn sína um tvær gistinætur.

Bátar. Róið verður á bátum Iceland Profishing ehf á Flateyri þar sem 3 til 4 keppendur verða um borð í báti. Skipstjóri á hverjum báti verður valinn úr hópi keppenda.

Skráning hjá Þóri Sveinssyni sími 896 3157/netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða hjá Helga Bergssyni sími 867 3601/netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Skráningarfrestur er til laugardagsins 16. ágúst 2014.

Sjóísmót 21. - 23. ágúst.

Samhliða móti EFSA heldur Sjóís mót sín frá Flateyri. Aðalmót Sjóís verður haldið 21. og 22. ágúst og hefst með mótssetningu miðvikudaginn 20. ágúst. Félagar í EFSA Íslandi eru velkomnir í það mót. Innanfélagsmót Sjóís verður haldið laugardaginn 23. ágúst og einnig frá Flateyri.

Sjórn EFSA Ísland, 7. ágúst 2014.

 
Á döfinni Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Administrator   

Aðalfundur EFSA Íslands 2013.

Aðalfundar EFSA Ísland fyrir árið 2013 verður haldinn laugardaginn 29. mars nk. að Baldursgötu 14, 2. hæð, Reykjavík (fyrir ofan veitingarhúsið “Þrír frakkar”), og hefst fundurinn kl. 14.00.

Dagskrá:

1. Venjuleg aðalfundarstörf.

a. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

b. Skýrsla stjórnar.

c. Reikningar liðins starfsárs.

d. Kosning stjórnar.

e. Ákvörðun um árgjald.

2. Önnur mál.

a. EFSA Evrópumót í tegundaveiði frá Ólafsvík 29.-31. maí 2014.

b. Styrkir til félaga EFSA vegna þátttöku í Evrópumótum 2014.

c. Erlend EFSA Evrópumót 2014. Báta- og línukeppni í Weymouth, 13.-19. september 2014. Strandveiðimót frá North West Wales í byrjun nóvember 2014.

d. EFSA Ísland. Íslandsmeistaramót, innanfélagsmót og strandveiðimót 2014.

e. Inntaka nýrra félaga.

f. Lög EFSA Íslands – lagahópur.

g. Annað.

English version

EFSA Iceland‘s AGM 2013.

EFSA Iceland´s AGM for the year 2013 will be held March 29 Saturday at 14:00 in the restaurant „Þrír Frakkar“ 2nd floor Baldusgata 14.

Programme:

1. AGM matters.

2. European Species Championship 2014 from Olafsvik May 29-31.

3. Other European Championships 2014.

4. EFSA Iceland domestic Championships 2014, Single day Tournament, Shore Championship.

5. Other items.

EFSA Species 2014 Ólafsvik 29. - 31. maí 2014

 

A few words about the fishing.

 

The fishing will mainly take place at 50-100 meter depth. Anyway we have to be prepared to go deeper if the fish is there. So bring one heavy and one light rod.

The average size Cod is around 60-70 cm and the pirks that we use most are 200-300 gr. Maximum size Cod will be > 10 kg. Hopfully > 20 kg.

EFSA Iceland will supply Blueye or similar baite. In case of baitefishing a leadweight of 300-500 gr. will probably be most used. This is of course depending of weather conditions.

Almost sertainly the cod will be just above the bottom and few metres up, it is very special if they come higher in water at this time of year.

I would recommend using paternoster as „one up/one down“ will result in catching more other species not counting as ling, tusk, haddock and catfish.

My favorit colors for artificial baite are orange and pink.

 

 

 

Registration for EFSA species closes at January 31. 2014

Pleace register with your section Secretary. Broachure

 

EFSA íslandi vill minna á skráningu fyrir Evrópumótið sem haldið verður í Ólafsvík en henni lýkur 31. janúar, skráningu skal komið til Þóris Sveinssonar Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. Skráningarblað er að finna í mótsbæklingi

EFSA Iceland wishes all EFSA members, friends and families a happy new year.

 

 

 

 

 

  

 

 

 

 

 


 

 

 

 


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  

 

 

 

 

Síðast uppfært: Sunnudagur, 23 Mars 2014 15:51
 
<< Byrja < Fyrra 11 12 13 14 15 16 17 18 19 Næsta > Endir >>

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL
EFSA Iceland
Afritunarréttur © 2024 EFSA Iceland. Öll Réttindi Áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL Leyfinu.