Home
Welcome to the Frontpage
Jarðarför Sigríðar Kjartansdóttur, gjaldkeri EFSA Íslands. Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Helgi Bergsson   
Laugardagur, 12 Desember 2015 00:00

Jarðarför Sigríðar Kjartansdóttur, gjaldkera EFSA Íslands verður gerð fimmtudaginn 17. desember 2015 frá Guðríðarkirkju, Þúsaldarhverfinu í Grafarholti og hefst athöfnin kl. 13:00. Félagar EFSA Íslands eru kvattir til að mæta í jarðaförina og klæðast EFSA búningi.

Þórir Sveinsson, ritari EFSA Íslands.

English version.

The funereal of Sigridur Kjartansdottir (Sigga) EFSA Iceland Cashier will take place on Thursday 17 Dec 2015 from Gudridarkirkja, Kirkjustett 8, Grafarholt, 113 Reykjavik. The church service will start at 13:00. All members of EFSA are encouraged to attend the service wearing the EFSA uniform.

Thorir Sveinsson, EFSA Iceland Secretary.

 

 
Sigríður Kjartansdóttir, gjaldkeri EFSA Íslands látin. Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Helgi Bergsson   
Fimmtudagur, 10 Desember 2015 20:36

Sigríður Kjartansdóttir, gjaldkeri EFSA Íslands lést miðvikudaginn 9. desember 2015 í Reykjavík eftir erfiða baráttu við lungnakrabbamein. Mörgum mánuðum áður en að úrslitastundin rann upp vissi Sigga Kjartans, eins og hún var jafnan kölluð, hverju að stefndi. Samt sem áður lét hún ekki sjúkdóm sinn aftra sér frá því að taka þátt í 3ja daga sjóstangaveiðimóti EFSA Íslands sem haldið var í júní sl. frá Höfn, Hornafirði þar sem hún eins og ætíð áður stóð sig með stakri prýði.

Sigga Kjartans var ein að tíu félögum EFSA Íslands sem endurreistu félagið í janúar 1998 eftir að starfsemin hafði legið í dvala um árabil. Hún tók þátt í nær öllum keppnum á vegum félagins allt frá byrjun og vann til fjölmarga verðlauna, varð meðal annars þrisvar sinnum Íslandsmeistari kvenna í bátakeppni árin 2004, 2005 og 2009 auk þess að skipa oftast annað eða þriðja sætið árin þar á milli fram til þessa dags. Sigga Kjartans tók auk þessa þátt í fjölmörgum mótum víðsvegar í Evrópu og hlaut margvísleg verðlaun, varð m.a. Belgíumeistari kvenna 2008 í móti (Friendship Cup) sem haldið var frá Ostende, Evrópumeistari kvenna í tegundaveiði 2008 einnig frá Ostende og Evrópumeistari kvenna árið 2011 í léttlínukeppni frá Weymouth Englandi.

Sigga Kjartans var kjörin gjaldkeri félagsins á aðalfundi þess þann 4. mars 2006 og gengdi stöðunni allt fram til síðsumars þessa árs að hún óskaði eftir lausn frá starfinu vegna veikinda sinna. Hún gengdi stöðu gjaldkera félagsins með mikilli eljusemi, nákvæmni og samviskusemi. Fjárhagur félagsins var með ágætum allan starfstíma hennar og átti hún mjög gott og farsælt samstarf við aðra stjórnarmeðlimi í stjórnartíð sinni.

Sigga Kjartans var vinur vina sinna og mikill félagi, hrókur alls fagnaðar og lét ekki sitt eftir liggja í starfi við undirbúning fjölmargra móta og atburða á vegum félagsins. Hennar skarð verður seint fyllt og munu núlifandi félagar EFSA Íslands ætíð minnast hennar með hlýhug og söknuði.

EFSA Ísland vottar börnum og fjölskyldu Sigríðar Kjartansdóttur dýpstu samúð og þakkar henni nú að leiðarlokum hennar þýðingarmiklu störf í þágu félagsins.

Helgi Bergsson, formaður EFSA Íslands.

Þórir Sveinsson, ritari EFSA Íslands.

English version.

Sigridur Kjartansdottir (Sigga), EFSA Iceland Cashier and life member died in Reykjavik on Wednesday 9 Dec 2015 after illness from lung cancer.

Sigga was one of the ten members that re-established EFSA Iceland in January 1998 and took part in almost all Championships organized by EFSA Iceland from 2002 to 2015 and many Championships in other countries in Europe. She won the EFSA Iceland Open Lady class three times, in 2004, 2005 and 2009. She won the Friendship Cup in Ostende Belgium in 2008 and also at the same time the European Species Championships in Ostende. She became the Lady Champion in the European Line Class Championships held in Weymouth, England in 2011.

Sigga was EFSA Iceland Cashier from 2006 to Oct 2015 when she resigned due to her illness.

Sigga worked very hard for our Section for many years and did a great job for EFSA Iceland. She was a true friend of her friends and all members of EFSA Iceland will miss her dearly.

Helgi Bergsson, EFSA Iceland Chairman.

Thorir Sveinsson, EFSA Iceland Secretary.

 
Íslandsmeistaramót EFSA í strandveiði 2015 Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Helgi Bergsson   
Miðvikudagur, 02 September 2015 20:50

Íslandsmeistaramót EFSA í strandveiði 2015 verður haldið dagana 19. -20. september. Veitt verður á Snæfellsnesi eða á Suðurlandi og fer eftir veðri.

Dagskrá.

Laugardagur 19. september.

Mæting kl. 13:00 og veitt frá kl. 14:00 til kl. 19:00.

Sunnudagur 20. september.

Mæting kl. 09:00 og veitt kl. 10:00 til 15:00.

Veiðistaður verður ákveðinn í byrjun 38. viku þegar veðurspá liggur fyrir.Veitt verða verðlaun fyrir 1., 2. og 3. sætið, lengsta fiskinn og stærsta flatfiskinn. Ekkert þátttökugjald er í mótinu.

Mótið er Íslandsmeistaramót EFSA í strandveiði fyrir árið 2015 og veitt eftir reglum EFSA. Heimilt er að veiða með þremur krókum.

Þátttaka tilkynnist fyrir kl. 18:00 miðvikudaginn 16. september til Helga Bergssonar í síma 867 3601/netfang Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða til Þóris Sveinssonar í síma 896 3157/netfang Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .

EFSA Iceland Shore Championships 2015 will be held on Saturday 19 September and Sunday 20 September from Snæfellsnes or South-Iceland. The fishing spot will be decided when the weather forcast for the fishing days has been issued.

No entry fee. Entries to be sent before Wednesday 16 Sept to Helgi Bergsson EFSA Iceland Chairman, e-mail Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. or Thorir Sveinsson EFSA Iceland Secretary, e-mail Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .

 
Íslandsmeistaramót EFSA 2015 á Höfn Hornafirði 13. júní og 14. júní – úrslit Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Helgi Bergsson   
Miðvikudagur, 17 Júní 2015 21:33

Íslandsmeistaramót EFSA Íslands 2015 var haldið laugardaginn 13. júní og sunnudaginn 14. júní frá Höfn, Hornafirði. Alls tóku 12 keppendur þátt í mótinu, tvær konur og tólf karlar. Mótið var tegundamót þar sem allar fiskitegundir töldust til stiga. Tíu fiskar í hverri tegund gáfu stig þar sem fyrstu fimm fiskar hvors veiðidags gáfu fullt hús stiga en næstu fimm fiskar gáfu eitt stig. Þorskur og ufsi gáfu 1 stig. Sandkoli, lýsa og flundra gáfu 2 stig (þ.e.a.s. fyrstu fimm fiskarnir). Karfi, ýsa og makríll gáfu 3 stig, en marhnútur, steinbítur og keila gáfu 5 stig. Fiskar annarra tegunda gáfu 10 stig hver. Auk stiga fyrir hvern fisk voru gefin 15 stig fyrir tegundina sem slíka, t.d. gaf fyrsti karfinn 18 stig, næstu fjórir gáfu 3 stig hver, en fiskar nr. 6-10 gáfu 1 stig hver. Róið var á þremur bátum og veitt í sex klukkutíma hvorn keppnisdaginn.

Alls veiddust 341 fiskur af 10 tegundum; þorskur, ufsi, sandkoli, lýsa, flundra, karfi, ýsa, steinbítur, keila og rauður urrari (Red Gurnard). Urrarann veiddi Helgi Bergsson og er fiskurinn jafnframt nýtt EFSA Íslandsmet þar sem fiskur af þeirri tegund hefur aldrei áður veiðst í keppnum hjá EFSA Íslandi. Lengsti fiskur mótsins, þorskur mældist 102 cm., veiðimaður Þórir Sveinsson á bátnum Húna.

Flest stig í prósentum og aflastigum, 200% skor og 253 stig, og þar með fyrsta sætið og Íslandsmeistaratign karla hlaut Helgi Bergsson. Í öðru sæti varð Kristbjörn Rafnsson einnig með 200% skor og 228 aflastig. Í þriðja sæti varð Þórir Sveinsson með 159% skor og 131aflastig. Íslandsmeistari kvenna varð Sigríður Rögnvaldsdóttir með 183% skor og 151 aflastig. Aflahæsti báturinn varð Snjólfur, skipstjórar sitt hvorn daginn tvíburabræðurnir Andri og Bragi Þorsteinssynir með alls 837 aflastig, 9 tegundir og 158 fiska. Í öðru sæti varð Hulda, skipstjóri Hólmar Unnsteinsson með 535 aflastig, 7 tegundir og 81 fisk. Í þriðja sæti varð Húni, skipstjóri Guðmundur Hjaltason, með 459 aflastig, 7 tegundir og 102 fiska. Veðrið á veiðislóð var gott allan tímann, sól og hægur andvari. Keppt var eftir reglum EFSA Evrópusamtakanna.

English version.

EFSA Iceland Open 2015 was held on the 13th and the 14th of June from Höfn in South-East Iceland with three boats. 12 anglers competed, two ladies and 10 ordinary and life members. All species of fish caught gave points and maximum 10 fish in each species. The point system was 1 point for Cod and Coalfish, 2 points for Dab, Whiting and Flounder, 3 points for Redfish, Haddock and Mackerel, 5 points for Scorpionfish, Catfish and Tusk. Other species gave 10 points. The first five fish gave “full house” of points. Fish no. 2-4 gave from 2 to 5 points and fish no. 6-10 1 point for each fish. For each species the anglers got also 15 points, f.x. for the first Redfish an angler got 18 points. For the next four Redfish he got 3 points for each fish and for Redfish no. 6-10 he got 1 point for each fish.

Total of 341 fish were caught of 10 species; Cod, Coalfish, Dab, Whiting, Flounder, Redfish, Haddock, Catfish, Tusk/Brosme and Red Gurnard. The Red Gurnard caught by Helgi Bergsson was a new record fish as this is the first time a fish of that species is caught in a Campionship held by EFSA Iceland. The longest (biggest) fish in the Championship, a Cod of 102 cm., was caught by Thorir Sveinsson.

Helgi Bergsson got the highest score and most points or 200% score and 253 fishpoints. In the second place with 200% score and 228 fishpoints was Kristbjörn Rafnsson. In the third place with 159% score and 131 fishpoints was Thorir Sveinsson. Sigridur Rögnvaldsdottir was in the first place of the ladies with 183% score and 151 fishpoints.

 
Innanfélagsmót EFSA 2015 á Höfn Hornafirði 12. júní, þorskveiði – úrslit Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Helgi Bergsson   
Miðvikudagur, 17 Júní 2015 21:30

Innanfélagsmót EFSA Íslands 2015 var haldið föstudaginn 11. júní frá Höfn, Hornafirði. Alls tóku 12 keppendur þátt í mótinu, tvær konur og tólf karlar. Mótið var tegundamót þar sem þorskur var eina fiskitegundin sem taldist til stiga. Stigagjöfin var sú sama og keppt var eftir á Evrópumótinu í tegundaveiði frá Ólafsvík í maí í fyrra þar sem fiskar að stærð 45-60 cm. gáfu 1 stig, fiskar 60,1-80 cm. gáfu 3 stig, fiskar 80,1-90 cm. 8 stig og fiskar yfir 90 cm. gáfu 20 stig. Róið var á þremur bátum og veitt í sjö klukkutíma. Alls veiddust 262 þorskar flestir í stærðarflokknum 60,1-80 cm. eða 116 stk., næst flestir í stærðarflokknum 45-60 cm. eða 109 stk. 32 fiskar veiddust sem mældust 80,1-90 cm. og 5 fiskar í stærsta stærðarflokknum eða yfir 90 cm. Lengsti þorskur mótsins mældist 98 cm., veiðimaður Ægir Einarsson á bátnum Snjólfi. Flest aflastig og þar með fyrsta sætið hlaut Helgi Bergsson með 130 stig og 43 fiska. Í öðru sæti varð Kristbjörn Rafnsson með 100 stig og 20 fiska. Í þriðja sæti varð Ægir Einarsson með 97 stig og 28 fiska.

 
<< Byrja < Fyrra 11 12 13 14 15 16 17 18 19 Næsta > Endir >>

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL
EFSA Iceland
Afritunarréttur © 2024 EFSA Iceland. Öll Réttindi Áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL Leyfinu.