Home
Welcome to the Frontpage
Evrópumót EFSA í bátakeppni 2018 frá Ólafsvík. Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Administrator   
Sunnudagur, 14 Febrúar 2016 13:25

Á aðalfundi EFSA Íslands 2016 var ákveðið að mótsstaður Evrópumótsins í bátakeppni á Íslandi 2018 verði frá Ólafsvík dagama 28. - 31. maí. Mótsetning verði 27. maí og lokahóf 1. júní. Undirbúningshópur (mótsnefnd) hefur hafið störf við skipulagningu mótsins.

Síðast uppfært: Sunnudagur, 14 Febrúar 2016 13:26
 
EFSA Ísland ný stjórn. EFSA Iceland new board. Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Administrator   
Sunnudagur, 14 Febrúar 2016 13:19

Á aðalfundi EFSA Íslands 2016 haldinn laugardaginn 6. febrúar 2016 var ný stjórn félagsins kosin:

Helgi Bergsson kjörinn formaður (kjörinn á aðalfundi 2015 til tveggja ára).

Ólafur P. Hauksson, gjaldkerfi til eins árs.

Þórir Sveinsson, ritari til tveggja ára.

Arnþór Sigurðsson, meðstjórnandi til tveggja ára.

Paul Fawcett, meðstjórnendi til tveggja ára.

English version.

On EFSA Iceland AGM held on Saturday 6 February 2016 a new board was elected:

Helgi Bergsson, Chairman.

Olafur P. Hauksson, Cashier.

Thorir Sveinsson, Secretary.

Arnthor Sigurdsson, board member.

Paul Fawcett, board member.

Síðast uppfært: Sunnudagur, 14 Febrúar 2016 13:21
 
Aðalfundur EFSA 2016 - EFSA Iceland AGM Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Helgi Bergsson   
Sunnudagur, 10 Janúar 2016 10:18

Aðalfundur EFSA Ísland verður haldinn laugardaginn 6. febrúar nk. að Baldursgötu 14, 2. hæð, Reykjavík (fyrir ofan veitingarhúsið “Þrír frakkar”), og hefst kl. 14.00.

Dagskrá:

1. Venjuleg aðalfundarstörf.

Kosning fundarstjóra og fundarritara.

Skýrsla stjórnar.

Reikningar liðins starfsárs.

Kosning stjórnar.

Ákvörðun um árgjald.

2. Önnur mál.

Styrkir til þátttöku í EFSA Evrópumótum 2016.

Erlend EFSA Evrópumót 2016.

EFSA Ísland. Íslandsmeistaramót, innanfélagsmót og strandveiðimót 2016.

Evrópumótið í báta- og línukeppni 2018 á Íslandi.

Inntaka nýrra félaga.

Annað.

Breytingar á fyrirkomulagi báta- og línukeppni og tegundamótum.

 

 

 

EFSA Iceland´s AGM will be held on Saturday 6th February 2016 at the restaurant „Þrír frakkar“ at Baldursgata 14, Reykjavik, 2nd floor.

Agenda:

  1. General AGM matters.

    The Chairman’s welcome.

    Report for 2015.

    Approval of the audited accounts.

    Election of EFSA Iceland Board.

    Annual membership fee.

  2. Other matters.

    Sponsorship - EFSA Championships in 2016.

    EFSA Championships in 2016.

    EFSA Iceland Championships in 2016.

    European Boat & Line Championships 2018 in Iceland.

    New members.

    Other.

    Changes of the Boat & Line and Species Championships.

 

 

 
Jarðarför Sigríðar Kjartansdóttur, gjaldkeri EFSA Íslands. Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Helgi Bergsson   
Laugardagur, 12 Desember 2015 00:00

Jarðarför Sigríðar Kjartansdóttur, gjaldkera EFSA Íslands verður gerð fimmtudaginn 17. desember 2015 frá Guðríðarkirkju, Þúsaldarhverfinu í Grafarholti og hefst athöfnin kl. 13:00. Félagar EFSA Íslands eru kvattir til að mæta í jarðaförina og klæðast EFSA búningi.

Þórir Sveinsson, ritari EFSA Íslands.

English version.

The funereal of Sigridur Kjartansdottir (Sigga) EFSA Iceland Cashier will take place on Thursday 17 Dec 2015 from Gudridarkirkja, Kirkjustett 8, Grafarholt, 113 Reykjavik. The church service will start at 13:00. All members of EFSA are encouraged to attend the service wearing the EFSA uniform.

Thorir Sveinsson, EFSA Iceland Secretary.

 

 
Sigríður Kjartansdóttir, gjaldkeri EFSA Íslands látin. Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Helgi Bergsson   
Fimmtudagur, 10 Desember 2015 20:36

Sigríður Kjartansdóttir, gjaldkeri EFSA Íslands lést miðvikudaginn 9. desember 2015 í Reykjavík eftir erfiða baráttu við lungnakrabbamein. Mörgum mánuðum áður en að úrslitastundin rann upp vissi Sigga Kjartans, eins og hún var jafnan kölluð, hverju að stefndi. Samt sem áður lét hún ekki sjúkdóm sinn aftra sér frá því að taka þátt í 3ja daga sjóstangaveiðimóti EFSA Íslands sem haldið var í júní sl. frá Höfn, Hornafirði þar sem hún eins og ætíð áður stóð sig með stakri prýði.

Sigga Kjartans var ein að tíu félögum EFSA Íslands sem endurreistu félagið í janúar 1998 eftir að starfsemin hafði legið í dvala um árabil. Hún tók þátt í nær öllum keppnum á vegum félagins allt frá byrjun og vann til fjölmarga verðlauna, varð meðal annars þrisvar sinnum Íslandsmeistari kvenna í bátakeppni árin 2004, 2005 og 2009 auk þess að skipa oftast annað eða þriðja sætið árin þar á milli fram til þessa dags. Sigga Kjartans tók auk þessa þátt í fjölmörgum mótum víðsvegar í Evrópu og hlaut margvísleg verðlaun, varð m.a. Belgíumeistari kvenna 2008 í móti (Friendship Cup) sem haldið var frá Ostende, Evrópumeistari kvenna í tegundaveiði 2008 einnig frá Ostende og Evrópumeistari kvenna árið 2011 í léttlínukeppni frá Weymouth Englandi.

Sigga Kjartans var kjörin gjaldkeri félagsins á aðalfundi þess þann 4. mars 2006 og gengdi stöðunni allt fram til síðsumars þessa árs að hún óskaði eftir lausn frá starfinu vegna veikinda sinna. Hún gengdi stöðu gjaldkera félagsins með mikilli eljusemi, nákvæmni og samviskusemi. Fjárhagur félagsins var með ágætum allan starfstíma hennar og átti hún mjög gott og farsælt samstarf við aðra stjórnarmeðlimi í stjórnartíð sinni.

Sigga Kjartans var vinur vina sinna og mikill félagi, hrókur alls fagnaðar og lét ekki sitt eftir liggja í starfi við undirbúning fjölmargra móta og atburða á vegum félagsins. Hennar skarð verður seint fyllt og munu núlifandi félagar EFSA Íslands ætíð minnast hennar með hlýhug og söknuði.

EFSA Ísland vottar börnum og fjölskyldu Sigríðar Kjartansdóttur dýpstu samúð og þakkar henni nú að leiðarlokum hennar þýðingarmiklu störf í þágu félagsins.

Helgi Bergsson, formaður EFSA Íslands.

Þórir Sveinsson, ritari EFSA Íslands.

English version.

Sigridur Kjartansdottir (Sigga), EFSA Iceland Cashier and life member died in Reykjavik on Wednesday 9 Dec 2015 after illness from lung cancer.

Sigga was one of the ten members that re-established EFSA Iceland in January 1998 and took part in almost all Championships organized by EFSA Iceland from 2002 to 2015 and many Championships in other countries in Europe. She won the EFSA Iceland Open Lady class three times, in 2004, 2005 and 2009. She won the Friendship Cup in Ostende Belgium in 2008 and also at the same time the European Species Championships in Ostende. She became the Lady Champion in the European Line Class Championships held in Weymouth, England in 2011.

Sigga was EFSA Iceland Cashier from 2006 to Oct 2015 when she resigned due to her illness.

Sigga worked very hard for our Section for many years and did a great job for EFSA Iceland. She was a true friend of her friends and all members of EFSA Iceland will miss her dearly.

Helgi Bergsson, EFSA Iceland Chairman.

Thorir Sveinsson, EFSA Iceland Secretary.

 
<< Byrja < Fyrra 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Næsta > Endir >>

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL
EFSA Iceland
Afritunarréttur © 2024 EFSA Iceland. Öll Réttindi Áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL Leyfinu.