Íslandsmeistaramót EFSA Íslands 2016 í tegundakeppni var haldið föstudaginn 17. júní og laugardaginn 18. júní með þátttöku níu keppenda. Keppt var eftir veiðireglum EFSA og veitt á tveimur bátum frá Dalvík í sex klukkustundir frá kl. 08:00 til kl. 14:00 báða dagana. Veðrið var með eindæmum gott báða dagana, sól og blíðviðri og logn.
Alls veiddust 347 fiskar af níu tegundum sem skráðir voru til stiga; þorskur, ufsi, sandkoli, lýsa, karfi, ýsa, steinbítur, rauðspretta og lúða. Sigagjöfinni var þannig háttað að hver veiðimaður mátti veiða 10 fiska í tegund og gaf hver tegund mismörg stig frá 1stigi fyrir þorsk og ufsa til 10 stiga fyrir torveiddari fiska t.d. rauðsprettu. Að auki voru gefin 15 stig fyrir fyrsta fisk í tegund.
Úrslit urðu þau að Íslandsmeistari EFSA Íslands 2016 varð Skarphéðinn Ásbjörnsson með 194,24% skor, 54 fiska og 279 aflastig. Í öðru sæti varð Þorsteinn Már Aðalsteinsson með 178,05% skor, 36 fiska og 212 aflastig. Í þriðja sæti varð Þórir Sveinsson með 175,17% skor, 37 fiska og 209 aflastig. Með flestar tegundir eða átta, var Skarphéðinn Ásbjörnsson með þorsk, ufsa, sandkola, lýsu, karfa, ýsu, steinbít og rauðsprettu. 2ja manna sveitarkeppnina með 359,7% skor unnu þeir Skarphéðinn Ásbjörnsson og Kristbjörn Rafnsson. Stærsta (lengsta) fiskinn fékk Þorsteinn Már Aðalsteinsson, steinbít sem var 87 cm. að lengd. Skarphéðinn var einnig aflahæsti skipstjórinn á bátnum Brimfaxa með 225,8 aflastig á meðalstöngina en í öðru sæti varð Guðmundur Örn Ólafsson á bátnum Magna með 197,25 aflastig á meðalstöngina.
Glæsilegt nýtt Íslandsmet var sett er Skarphéðinn Ásbjörnsson veiddi risaýsu nærri Hrísey sem vóg 5,640 kg., 87,5 cm. að lengd og 48 cm. að ummáli. Fyrra ýsumetið var 4,460 kg. sem veidd var í maí 2007 við Vestmannaeyjar.
English version.
EFSA Iceland Open Boat Championship 2016 was held on Friday 17th June and Saturday 18th June with nine anglers on two boats from Dalvik in North Iceland. The Championship was fished by EFSA rules, six hours of fishing each day. Total catch was 347 fish that counted; Cod, Coalfish, Dab, Whiting, Red fish, Haddock, Catfish, Plaice and Halibut. Results: Skarphedinn Asbjörnsson in first place with 194,24% score, Thorsteinn Mar Adalsteinsson in second place with 178,05% score and Thorir Sveinsson in third palce with 175,17% score. Each angler was allowed to fish 10 fish a day in each species. The angler with most species or 8 was Skarphedinn Asbjörnsson; Cod, Coalfish, Dab, Whiting, Red fish, Haddock, Catfish and Plaice. The two man team was won Skarphedinn Asbjörnsson and Kristjörn Rafnsson with 359,7% score. The biggest fish was a Catfish of 87 cm, angler Thorsteinn Mar Adalsteinsson.
Skarpheðinn Asbjörnsson fished a big Haddock of 5.640 kg., 87,5 cm. length and 48 cm. girth, a new EFSA Iceland record for Haddock. The old record was a 4,460 kg. Haddock fished near the Westman Islands in 2007.
|