Home
Welcome to the Frontpage
Úllabikarinn og Siggubikarinn – farandverðlaun 2021. Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Administrator   
Sunnudagur, 18 Apríl 2021 20:49

Á aðalfundi EFSA Íslands 21. mars sl. var samþykkt tillaga um að stofna til tveggja farandverðlauna til að heiðra minningu fallinna félaga okkar eða þeirra Úlfars Eysteinssonar fyrrv. gjaldkera félagsins og veitingarmanns á Þremur Frökkum og Sigríðar Kjartansdóttur fyrrv. gjaldkera félagsins og Íslands- og Evrópumeistara.

Verðlaunin heita „Úllabikarinn“ og „Siggubikarinn“, annars vegar fyrir flestar tegundir og hins vegar fyrir lengsta fiskinn. Í reglum um verðlaunin segir að veiða skal fiskana í sjó við Ísland (frá bátum, við strönd eða frá bryggjukanti) ýmist í mótum á vegum félagsins eða annarra aðila eða utan móta. Heimilt er að veiða fiska með öllum viðurkenndum veiðiaðferðum í sjóstangaveiði t.d. á krók, á spún, með pilki, með gerviagni (s.s. gervifiska, gervismokka, gúmmíagni, gerviorma) eða lifandi beitu o.s.frv. Fylla skal út eyðublöð fyrir þessi verðlaun, taka mynd samtímis af fiskinum og veiðikorti veiðimannsins, og ef um lengsta fisk er að ræða, þá skuli málband sem sýnir lengd fisksins einnig sjást á myndinni, skrá dagsetningu og veiðistað. Vitni kvitti fyrir veiðinni. Í lok árs á veiðimaður að senda þessi gögn til ritara félagsins. Eyðublöðin og veiðikort veiðimanns hafa verið send út í pósti.

This year (2021) EFSA Iceland´s members will compete to win the Ulli Cup and Sigga Cup to honor the memory of our two deceased members, Ulfar Eysteinsson, chef and owner of the fish restaurant “Three Coats” in Reykjavik (and EFSA Iceland club house) and Sigridur Kjartansdottir former Cashier of EFSA Iceland and former Lady Champion. Ulli´s cup is for most species of the year and Sigga´s cup for the longest fish of the year. The rules are that the fish must have been caught in Icelandic sea water, a picture of the fish showing the length of it with the member´s fishing card and the report signed by a witness to verify the catch. The full report to be sent in to EFSA Iceland´s Secretary at the end of the year. The fish can be caught from a boat or from shore or pier in a fishing venue or just fishing with friends.

 
Opin mót EFSA Íslands og Sjóís 2021. EFSA Iceland open 2021 Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Administrator   
Sunnudagur, 18 Apríl 2021 20:39

Aðalmót EFSA Íslands í sjóstöng í bátakeppni, sem jafnframt er Íslandsmeistaramót félagsins, verður haldið föstudaginn 21. maí og laugardaginn 22. maí frá Ólafsvík. Mótið er opið fyrir alla veiðimenn jafnt félagsmenn EFSA Íslands sem utanfélagsmenn. Keppt verður eftir keppnisreglum EFSA í Evrópumótinu í tegundaveiði 2022 (tveir krókar). Áhersla verður lögð á að veiða þorsk og ufsa. Aðrar tegundir telja ekki til stiga.

Dagskrá:

Fimmtudagur 20. maí mótssetning.

kl. 20:00 mótsgögn afhent.

Föstudagur 21. maí aðalmót (bátakeppni).

kl. 06:30 Keppendur mæta á bryggju.

kl. 07:00 Lagt úr höfn.

kl. 08:00 Veiðar hefjast.

kl. 14:00 Veiðum hætt.

kl. 16:00 Bátar skulu vera komnir að bryggju.

Laugardagur 22. maí aðalmót (bátakeppni).

kl. 06:30 Keppendur mæta á bryggju.

kl. 07:00 Lagt úr höfn.

kl. 08:00 Veiðar hefjast.

kl. 14:00 Veiðum hætt.

kl. 16:00 Bátar skulu vera komnir að bryggju.

kl. 20:00 Verðlaunaafhending.

kl. 21:00 Lokahóf.

Þátttökugjald og skráning. Utanfélagsmenn greiða 15.000 kr. í mótsgjald. Lokahóf ekki innifalið. Skráning hjá Þóri Sveinssyni sími 896 3157/netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða hjá Helga Bergssyni sími 867 3601/netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Skráningarfrestur er til miðvikudagsins 12. maí 2021. Mótsstjórn skipar stjórn EFSA Ísland.

Stigagjöf. Þorskar og ufsar telja til stiga. Fiskur 0-55 cm. að lengd gefur 1 stig, fiskur 56-75 cm. 4 stig, fiskur 76-100 cm. 15 stig og fiskur 101 cm og stærri 50 stig.

Íslandsmeistarar EFSA Íslands. Þeir einir geta orðið Íslandsmeistarar EFSA Íslands sem skráðir eru félagsmenn.

Innanfélagsmót EFSA Íslands í sjóstöng í bátakeppni verður haldið laugardaginn 31. júlí og innanfélagsmót Sjóís sunnudaginn 1. ágúst frá Dalvík. Mótin eru opin fyrir alla veiðimenn. Keppt er eftir keppnisreglum í EFSA (tveir krókar). Áhersla verður lögð á að veiða karfa. Aðrar tegundir telja einnig til stiga.

Dagskrá:

Föstudagur 30. júlí mótssetning.

kl. 20:00 mótsgögn afhent.

Laugardagur 31. júlí innanfélagsmót EFSA.

kl. 06:30 Keppendur mæta á bryggju.

kl. 07:00 Lagt úr höfn.

kl. 08:00 Veiðar hefjast.

kl. 14:00 Veiðum hætt.

kl. 16:00 Bátar skulu vera komnir að bryggju.

Sunnudagur 1. ágúst innanfélagsmót Sjóís.

kl. 06:30 Keppendur mæta á bryggju.

kl. 07:00 Lagt úr höfn.

kl. 08:00 Veiðar hefjast.

kl. 14:00 Veiðum hætt.

kl. 16:00 Bátar skulu vera komnir að bryggju.

kl. 20:00 Verðlaunaafhending fyrir bæði mótin.

kl. 21:00 Lokahóf.

Þátttökugjald og skráning. Utanfélagsmenn greiða 7.500 kr. í mótsgjald fyrir hvert mótið. Lokahóf ekki innifalið. Skráning í EFSA innanfélagsmótið hjá Helga Bergssyni sími 867 3601/netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Skráning í Sjóís innanfélagsmótið hjá Þóri Sveinssyni sími 896 3157/netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Skráningarfrestur í bæði mótin er til miðvikudagsins 21. júlí 2021.

 
EFSA Iceland aðalfundur 2021, AGM 2021 Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Administrator   
Sunnudagur, 28 Febrúar 2021 21:26

Aðalfundur EFSA 2021 – ný dagsetning

Aðalfundur EFSA Ísland verður haldinn sunnudaginn 21. mars 2021 að Baldursgötu 14, 2. hæð, Reykjavík (fyrir ofan veitingarhúsið “Þrír frakkar”), og hefst kl. 15.00. Dagskrá eins og áður auglýst.

EFSA Iceland AGM 2021 – new date

EFSA Iceland´s AGM will be held on Sunday 21st March 2021 at the restaurant “Þrír frakkar” Baldursgata 14, Reykjavik, 2nd floor. Agenda as issued before.

 
EFSA European Species Championship Olafsvik, Iceland May 2021 - Cancelled. Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Administrator   
Fimmtudagur, 25 Febrúar 2021 16:36

Due to travel restrictions in Europe because of the Covid-19 crises The Organizing Committee and the Board of EFSA Iceland decided to cancel the European Species Championship to be held in Olafsvik Iceland May 20th-22nd  2021. Many EFSA Sections announced that their members will not be able to travel in May due to the crises and therefore very few anglers outside of Iceland can attend the Championship. EFSA Iceland will send to EFSA HQ an application to held the European Species Championship next year (2022) in May in Olafsvik targeting Cod and Coalfish.

 
EFSA Iceland aðalfundur 2021, AGM 2021 Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Administrator   
Laugardagur, 13 Febrúar 2021 09:56

Aðalfundur EFSA 2021

Aðalfundur EFSA Ísland verður haldinn laugardaginn 6. mars 2021 að Baldursgötu 14, 2. hæð, Reykjavík (fyrir ofan veitingarhúsið “Þrír frakkar”), og hefst kl. 15.00.

Dagskrá:

1. Venjuleg aðalfundarstörf.

Kosning fundarstjóra og fundarritara.

Skýrsla stjórnar.

Reikningar liðins starfsárs.

Kosning stjórnar.

Ákvörðun um árgjald.

2. Önnur mál.

Erlend EFSA Evrópumót 2021.

EFSA Ísland. Íslandsmeistaramót, innanfélagsmót og strandveiðimót 2021.

EFSA Ísland Evrópumót 2021 í tegundaveiði.

Inntaka nýrra félaga.

Annað.

EFSA Iceland AGM 2021

EFSA Iceland´s AGM will be held on Saturday 6th March 2021 at the restaurant “Þrír frakkar” Baldursgata 14, Reykjavik, 2nd floor.

Agenda:

1. General AGM matters.

The Chairman’s welcome.

Report for 2020.

Approval of the audited accounts.

Election of EFSA Iceland Board.

Annual membership fee.

2. Other matters.

EFSA Iceland Championships in 2021.

New members.

Other.

 
<< Byrja < Fyrra 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Endir >>

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL
EFSA Iceland
Afritunarréttur © 2023 EFSA Iceland. Öll Réttindi Áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL Leyfinu.