Íslandsmeistaramót EFSA Íslands í sjóstöng í bátakeppni verður haldið föstudaginn 29. maí og laugardaginn 30. maí frá Ólafsvík. Keppnin er stigamót þar sem keppt er til Íslandsmeistara EFSA Ísland 2020. Keppt verður eftir keppnisreglum í bátakeppni 2020. Mótið er undirbúningsmót fyrir Evrópumótið í tegundaveiði, sem haldið verður í maí 2021. Þorskur og ufsi gefa stig.
Dagskrá Íslandsmeistaramóts:
Fimmtudagur 28. maí. Mótssetning kl. 20:00. Mótsgögn afhent.
Föstudagur 29. maí. Kl. 06:30 keppendur mæta á bryggju. Kl. 07:00 lagt úr höfn. Kl. 08:00 veiðar hefjast. Kl. 14:00 veiðum hætt. Kl. 16:00 bátar skulu vera komnir að bryggju.
Laugardagur 30. maí. Kl. 06:30 keppendur mæta á bryggju. Kl. 07:00 lagt úr höfn. Kl. 08:00 veiðar hefjast. Kl. 14:00 veiðum hætt. Kl. 16:00 bátar skulu vera komnir að bryggju.
Þátttökugjald og skráning. Félagsmenn EFSA Íslands greiða ekkert keppnisgjald. Utanfélagsmenn greiða keppnisgjald 11.000 kr. fyrir hvern keppnisdag. Skráning hjá Þóri Sveinssyni sími 896 3157, netfang:
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
eða hjá Helga Bergssyni sími 867 3601, netfang:
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
. Skráningarfrestur er til mánudagsins 25. maí 2020. Mótsstjórn skipar stjórn EFSA Ísland.
Stigagjöf. Þoskur og ufsi telja til stiga; þorskur/ufsi 0-55 cm að lengd gefur 2 stig, þorskur/ufsi 5675 cm 7 stig, þorskur/ufsi 76-100 cm 14 stig, þorskur/ufsi 101 cm og stærri 24 stig. Allir aðrir fiskar gefa 0 stig. Ótakmörkuð veiði.
Innanfélagsmót EFSA Íslands í sjóstöng í léttlínukeppni verður haldið sunnudaginn 31. maí frá Ólafsvík. Keppnin er stigamót og keppt eftir keppnisreglum í bátakeppni EFSA HQ. Veitt verður með 15 punda línu sem félagið útvegar keppendum frítt og heimilt er að veiða með einum króki. Þorskur og ufsi gefa stig.
Dagskrá Innanfélagsmóts:
Sunnudagur 31. maí. Kl. 06:30 keppendur mæta á bryggju. Kl. 07:00 lagt úr höfn. Kl. 08:00 veiðar hefjast. Kl. 14:00 veiðum hætt. Kl. 16:00 bátar skulu vera komnir að bryggju. Kl. 20:00 verðlaunaafhending og lokahóf.
Þátttökugjald og skráning. Félagsmenn EFSA Íslands greiða ekkert keppnisgjald. Utanfélagsmenn greiða keppnisgjald 11.000 kr.
Skráning hjá Þóri Sveinssyni sími 896 3157, netfang:
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
eða hjá Helga Bergssyni sími 867 3601, netfang:
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
. Skráningarfrestur er til kl. 20:00 mánudaginn 25. maí 2020.
Stigagjöf. Þorskur og ufsi gefa stig. Sama stigagjöf eins og í Íslandsmeistaramótinu 29. og 30. maí 2020.
Mótsstjórn skipar stjórn EFSA Ísland.
|