Home
Welcome to the Frontpage
Innanfélagsmót EFSA 2019 frá Ólafsvík laugardaginn 31. ágúst Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Administrator   
Miðvikudagur, 28 Ágúst 2019 20:58

 

Innanfélagsmót EFSA Ísland í sjóstöng í bátakeppni 2019 verður haldið laugardaginn 31. ágúst frá Ólafsvík. Bátakeppnin er stigamót og keppt eftir keppnisreglum í bátakeppni EFSA HQ og heimilt að veiða með 2 krókum. Allar tegundir teljast til stiga.

 

Dagskrá laugardaginn 31. ágúst:

 

Kl. 07:30 Keppendur mæta á bryggju.

 

Kl. 08:00 Lagt úr höfn.

 

Kl. 09:00 Veiðar hefjast.

 

Kl. 15:00 Veiðum hætt.

 

Kl. 17:00 Bátar skulu vera komnir að bryggju.

 

Þátttökugjald og skráning. Félagsmenn EFSA Íslands greiða ekkert keppnisgjald. Utanfélagsmenn greiða keppnisgjald 11.000 kr. Skráning hjá Þóri Sveinssyni sími 896 3157/netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða hjá Helga Bergssyni sími 867 3601/netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Skráningarfrestur er til kl. 20:00 fimmtudaginn 29. ágúst 2019. Mótsstjórn skipar stjórn EFSA Ísland. Allir fiskar gefa 1 stig og gefin eru 15 stig fyrir hverja tegund.

 
Íslandsmeistaramót EFSA í strandveiði 2019. EFSA Iceland Shore Championship 2019 Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Administrator   
Þriðjudagur, 30 Júlí 2019 18:10

 

Íslandsmeistaramót EFSA Íslands í strandveiði 2019 verður haldið 3. og 4. ágúst frá Þykkvabæ og Þorlákshöfn.

 

Laugardagur 3. ágúst – Þykkvabær

 

Veitt frá kl. 10:00 til kl. 15:00.

 

Sunnudagur 4. ágúst – Þorlákshöfn

 

Veitt frá kl. 09:00 til kl. 14:00.

 

Þátttökugjald 3.000 kr.

 

Mótið er fyrsta mótið af tveimur mótum til Íslandsmeistara EFSA í strandveiði fyrir árið 2019. Staðsetning og tímasetning annars mótsins verður tilkynnt síðar. Veitt verður eftir reglum EFSA og heimilt að veiða með tveimur krókum.

 

Þátttaka í mótið tilkynnist fyrir kl. 18:00 föstudaginn 2. ágúst til Paul Fawcett í síma 893 2362/netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða til Þóris Sveinssonar í síma 896 3157/netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .

 

Verðlaun verða veitt fyrir 1., 2. og 3. sætið, stærsta (lengsta) fiskinn og stærsta flatfiskinn fyrir samtals skor úr báðum mótunum.

 

English version.

 

EFSA Iceland Open Shore Championship 2019 will be held from Thykkvabaer and Thorlakshöfn, South Iceland. To be fished by EFSA rules with hooks.

 

Programme:

 

Saturday 3 August – Thykkvabaer, South Iceland.

 

Fishing from 10:00 to 15:00.

 

Sunday 4 August – Thorlakshöfn, South Iceland.

 

Fishing from 09:00 to 14:00.

 

Registration before Friday 2nd August at 18:00 to Paul Fawcett, tel. 8932362 and Thorir Sveinsson, 8963157. Entry fee ISK 3.000.

 

The Shore Championship is one of two EFSA Iceland Open Shore Championships to be held this summer.

 
Íslandsmeistaramót EFSA 2019 • Ólafsvík 15. - 16. júní • Úrslit Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Administrator   
Miðvikudagur, 19 Júní 2019 17:54

 

Íslandsmeistaramót EFSA Íslands í bátakeppni 2019 var haldið laugardaginn 15. og sunnudaginn 16. júní sl. frá Ólafsvík með þátttöku sex veiðimanna sem kepptu á einum báti; fimm karlar og ein kona. Áhersla var lögð á að veiða þorsk, sem flokkaður var í þrjá lengdarflokka 50 cm og minni sem gaf 3 stig, 51-75 cm sem gaf 7 stig hver fiskur og þorskur stærri en 76 cm sem gaf 12 stig. Allar aðrar tegundir töldust einnig til stiga og gaf hver fiskur 3 stig. Að auki fékk veiðimaður 15 stig fyrir hverja tegund.

 

Alls veiddust 375 fiskar þar af 292 þorskar, flestir í stærsta stærðarflokknum eða 166 stk. og 110 stk. í milliflokknum. Af öðrum tegundum veiddust 83 fiskar; ufsi, ýsa, lýsa, karfi, steinbítur, langa, sandkoli og flundra. Stærsti þorskurinn var 107 cm, veiðimaður Sigríður Rögnvaldsdóttir og stærsti ufsinn var 117,5 cm., veiðimaður Sigríður Rögnvaldsdóttir.

 

Stigahæstur karla og þar með Íslandsmeistari 2019 varð Helgi Bergsson með 200% skor, 98 fiska og 962 aflastig. Í öðru sæti varð Kristbjörn Rafnsson með 113,41% skor, 63 fiska og 540 aflastig. Í þriðja sæti varð Ólafur Jón Guðmundsson með 106,6% skor, 56 fiska og 512 aflastig.

 

Íslandsmeistari kvenna varð Sigríður Rögnvaldsdóttir með 130,37% skor, 67 fiska og 610 aflastig.

 

Veitt voru einnig verðlaun fyrir efsta sætið í 2ja manna sveit og fyrir stærsta fiskinn í einstökum tegundum.

Einmuna blíða var báða veiðidaganna, blanka logn, ekki ský á himni og skartaði Snæfellsjökull allri sinni dýrð baðaður ljóma sólarinnar. Haft var að orði að sjaldan hafi veiðst jafn margir stórir fiskar í mótum félagsins og var fjöldi stórra fiska yfir 56 cm. að lengd alls 280 eða 75% af fjölda fiskanna.

 
Íslandsmeistaramót EFSA 2019 • Ólafsvík 15. - 16. júní Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Administrator   
Sunnudagur, 09 Júní 2019 16:25

 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun Fiskistofu frá 9. janúar 2019 að synja EFSA Íslandi um vilyrði fyrir skráningu afla á opinberum sjóstangaveiðimótum árið 2019. Þetta þýðir að okkur er heimilt að veiða í sumar. Ákveðið hefur verið að halda Íslandsmeistaramót EFSA Íslands í bátakeppni laugardaginn 15. og sunnudaginn 16. júní nk. frá Ólafsvík og hefst mótið með mótssetningu kl. 20:00 föstudaginn 14. júní nk. Bátakeppnin er stigamót þar sem keppt er til Íslandsmeistara EFSA Ísland 2019. Keppt verður eftir keppnisreglum í bátakeppni 2019. Áhersla verður lögð á að veiða þorsk, en aðrar tegundir telja einnig til stiga.

 

Dagskrá:

 

Föstudagur 14. júní Mótssetning

 

kl. 20:00 Mótsgögn afhent.

 

Laugardagur 15. júní Íslandsmeistaramót (bátakeppni)

 

kl. 06:30 Keppendur mæta á bryggju.

 

kl. 07:00 Lagt úr höfn.

 

kl. 08:00 Veiðar hefjast.

 

kl. 14:00 Veiðum hætt.

 

kl. 16:00 Bátar skulu vera komnir að bryggju.

 

Sunnudagur 16. júní Íslandsmeistaramót (bátakeppni)

 

kl. 06:30 Keppendur mæta á bryggju.

 

kl. 07:00 Lagt úr höfn.

 

kl. 08:00 Veiðar hefjast.

 

kl. 14:00 Veiðum hætt.

 

kl. 16:00 Bátar skulu vera komnir að bryggju.

 

kl. 20:00 Verðlaunaafhending.

 

kl. 21:00 Lokahóf.

 

Skráning hjá Þóri Sveinssyni sími 896 3157/netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða hjá Helga Bergssyni sími 867 3601/netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Skráningarfrestur er til kl:18:00 miðvikudaginn 12. júní 2019.

 

Stigagjöf. Allir fiskar telja til stiga. Þorskur 0-55 cm. gefur 3 stig, þorskur 56-75 cm. 7 stig, þorskur 76 cm. og stærri 12 stig. Allir aðrir fiskar gefa 3 stig og gefin eru 15 stig fyrir hverja tegund.

 
EFSA European Shore Championship 2019 • Akureyri, Iceland Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Administrator   
Sunnudagur, 12 Maí 2019 10:05

 

The EFSA European Shore Championship 2019 was held Wednesday 1st May to Saturday 4th of May 2019 from Akureyri in North Iceland with 55 anglers: 3 ladies, 1 junior, 19 seniors and 32 ordinary/annual/life members. The anglers came from 7 Sections: England (11), Germany (8), Iceland (4), Ireland (10), Netherlands (8), Scotland (6) and Wales (8).

 

The fishing

 

The Championship was a Shore Championship with unlimited amount of fish to count for points. The fish was categorized into two fish type; flatfish and round fish. The minimum size was 35 cm for Cod and Coalfish but 20 cm for other fish. A maximum of two hooks was allowed with minimum size of 14 mm. The anglers put all their fish into a bucket provided by the organizers. Then the Stewards on shore came, measured the fish and wrote down the size of the fish into the angler´s scorecard. The scores were written down on the master card at the end of each fishing day and the anglers had to sign his/her score. All fish was released. The bait was Blue eye and Mackerel.

 

The venue was fished from three different shores/spots: From the piers in Akureyri on the first day, from a nearby village of Hjalteyri on the second day and on the third day from Drottingarbraut nearby the center of Akureyri. The venue was fished from 5 zones: A, B, C, D and E and 11 anglers on each zone. The drawing into zones and the teams was done with a blind draw at the registration on Wednesday 1st May. The drawing into pegs was done each day on the zones.

 

The winner of a zone each day was the angler with the most fish points that day. The calculation of each day result was done by adding the total running length of each angler’s fish with the number of his fish multiplied with a constant of five (Total length of fish + No. of fish x 5 = Total fish points of the day).

 

A total of 1183 fish were caught, 388 on the first day, 754 on the second day but only 41 fish on the third day. Fish species was Dab, Rough Dab, Cod, Wolf fish (catfish), Shorthorn sculpin, Whiting and Thorny skate.

 

Results

 

The Championship was fished to the General Rules for EFSA Shore Championships.

 

The winner of the Championship. If two anglers had the same total zone points for all the three fishing days then the fish points decided who was the winner. If two anglers were with the same total zone points and the same fish points, then the number of fish decided who was the winner.

 

EFSA European Champion 2019 was Stephen Glynn, Ireland. In the second place was Björn Hansen, Germany and in the third place was Nils Grünwald, Germany. EFSA European Lady Champion 2019 was Clarinda van der Zande, Netherlands. In the second place was Miranda Koop, Netherlands and in the third place was Ilonka Rijnberg, Netherlands.

 

In the Championship there were 10 A- and B National Teams, 2 from England, Ireland and Wales and one from Germany, Iceland, Netherlands and Scotland. Netherlands was in the first place, England B in the second place and Germany in the third place.

 

The number of 2man teams was 28 and the number of 4man teams was 14.

 

The longest flatfish caught was a Dab of 48 cm, angler Wilco Keur, Netherlands and the longest round fish was a Cod of 80 cm, angler Michael Schramm, Germany.

 

A Protest Committee of five was appointed and one protest was recorded during the Championship.

 

The Awards and Gala-dinner

 

The Prize giving ceremony and the Gala-dinner was held at the HQ hotel Kjarnalundur in Akureyri on Saturday 4th May. The total number of prizes awarded was 57; for the first three places in the Individual, for the Lady class (1, 2 and 3 place), for the junior (1), for Life member and Senior (1, 2 and 3 place), the Two man team and Four man team (1, 2 and 3 place), for the National team of five (1, 2 and 3 place), the Executive team of four (1, 2 and 3 place), best (longest) flatfish and the best (longest) round fish.

 

EFSA Iceland likes to thank everybody that made this Championship become a reality; the anglers, the Stewards, the organizing Committee, the members of EFSA HQ, the sponsors, the municipality and the local people of Akureyri.

 

12th May 2019.

Thorir Sveinsson, EFSA Iceland Secretary.

 
<< Byrja < Fyrra 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Endir >>

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL
EFSA Iceland
Afritunarréttur © 2024 EFSA Iceland. Öll Réttindi Áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL Leyfinu.