Home
Welcome to the Frontpage
Íslandsmeistaramót og Innanfélagsmót EFSA 2020 • Ólafsvík 29. - 31. maí • þorskur og ufsi Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Administrator   
Þriðjudagur, 12 Maí 2020 21:42

 

Íslandsmeistaramót EFSA Íslands í sjóstöng í bátakeppni verður haldið föstudaginn 29. maí og laugardaginn 30. maí frá Ólafsvík. Keppnin er stigamót þar sem keppt er til Íslandsmeistara EFSA Ísland 2020. Keppt verður eftir keppnisreglum í bátakeppni 2020. Mótið er undirbúningsmót fyrir Evrópumótið í tegundaveiði, sem haldið verður í maí 2021. Þorskur og ufsi gefa stig.

 

Dagskrá Íslandsmeistaramóts:

 

Fimmtudagur 28. maí. Mótssetning kl. 20:00. Mótsgögn afhent.

 

Föstudagur 29. maí. Kl. 06:30 keppendur mæta á bryggju. Kl. 07:00 lagt úr höfn. Kl. 08:00 veiðar hefjast. Kl. 14:00 veiðum hætt. Kl. 16:00 bátar skulu vera komnir að bryggju.

 

Laugardagur 30. maí. Kl. 06:30 keppendur mæta á bryggju. Kl. 07:00 lagt úr höfn. Kl. 08:00 veiðar hefjast. Kl. 14:00 veiðum hætt. Kl. 16:00 bátar skulu vera komnir að bryggju.

 

Þátttökugjald og skráning. Félagsmenn EFSA Íslands greiða ekkert keppnisgjald. Utanfélagsmenn greiða keppnisgjald 11.000 kr. fyrir hvern keppnisdag. Skráning hjá Þóri Sveinssyni sími 896 3157, netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða hjá Helga Bergssyni sími 867 3601, netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Skráningarfrestur er til mánudagsins 25. maí 2020. Mótsstjórn skipar stjórn EFSA Ísland.

 

Stigagjöf. Þoskur og ufsi telja til stiga; þorskur/ufsi 0-55 cm að lengd gefur 2 stig, þorskur/ufsi 5675 cm 7 stig, þorskur/ufsi 76-100 cm 14 stig, þorskur/ufsi 101 cm og stærri 24 stig. Allir aðrir fiskar gefa 0 stig. Ótakmörkuð veiði.

 

 

Innanfélagsmót EFSA Íslands í sjóstöng í léttlínukeppni verður haldið sunnudaginn 31. maí frá Ólafsvík. Keppnin er stigamót og keppt eftir keppnisreglum í bátakeppni EFSA HQ. Veitt verður með 15 punda línu sem félagið útvegar keppendum frítt og heimilt er að veiða með einum króki. Þorskur og ufsi gefa stig.

 

Dagskrá Innanfélagsmóts:

 

Sunnudagur 31. maí. Kl. 06:30 keppendur mæta á bryggju. Kl. 07:00 lagt úr höfn. Kl. 08:00 veiðar hefjast. Kl. 14:00 veiðum hætt. Kl. 16:00 bátar skulu vera komnir að bryggju. Kl. 20:00 verðlaunaafhending og lokahóf.

 

Þátttökugjald og skráning. Félagsmenn EFSA Íslands greiða ekkert keppnisgjald. Utanfélagsmenn greiða keppnisgjald 11.000 kr.

 

Skráning hjá Þóri Sveinssyni sími 896 3157, netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða hjá Helga Bergssyni sími 867 3601, netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Skráningarfrestur er til kl. 20:00 mánudaginn 25. maí 2020.

 

Stigagjöf. Þorskur og ufsi gefa stig. Sama stigagjöf eins og í Íslandsmeistaramótinu 29. og 30. maí 2020.

 

Mótsstjórn skipar stjórn EFSA Ísland.

 
Aðalfundur EFSA 2020. EFSA Iceland AGM. Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Helgi Bergsson   
Sunnudagur, 16 Febrúar 2020 17:24

 

Aðalfundur EFSA Ísland verður haldinn laugardaginn 21. mars 2020 að Baldursgötu 14, 2. hæð, Reykjavík (fyrir ofan veitingarhúsið “Þrír frakkar”), og hefst kl. 14.00.

 

Dagskrá:

 

1. Venjuleg aðalfundarstörf.

 

Kosning fundarstjóra og fundarritara.

 

Skýrsla stjórnar.

 

Reikningar liðins starfsárs.

 

Kosning stjórnar.

 

Ákvörðun um árgjald.

 

2. Önnur mál.

 

Erlend EFSA Evrópumót 2020.

 

EFSA Ísland. Íslandsmeistaramót, innanfélagsmót og strandveiðimót 2020.

 

Inntaka nýrra félaga.

 

Annað.

 

EFSA Iceland´s AGM will be held on Saturday 21st March 2020 at the restaurant “Þrír frakkar” Baldursgata 14, Reykjavik, 2nd floor.

 

Agenda:

 

1. General AGM matters.

 

The Chairman’s welcome.

 

Report for 2019.

 

Approval of the audited accounts.

 

Election of EFSA Iceland Board.

 

Annual membership fee.

 

2. Other matters.

 

EFSA Iceland Championships in 2020.

 

New members.

 

Other.

 
Innanfélagsmót EFSA 2019 • Ólafsvík 31. ágúst • Úrslit Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Administrator   
Miðvikudagur, 04 September 2019 13:13

 

Innanfélagsmót EFSA Íslands í bátakeppni 2019 var haldið frá Ólafsvík laugardaginn 31. ágúst sl. með þátttöku fjögurra veiðimanna sem kepptu á einum báti.

 

Allar tegundir töldust til stiga og gaf hver fiskur eitt stig. Að auki fékk veiðimaður 15 stig fyrir hverja tegund. Alls veiddust 170 fiskar af sex tegundum; 81 þorskur, 55 ufsar og 27 lýsur. Af öðrum tegundum veiddust 7 fiskar; ýsa, sandkoli og flundra.

 

Stigahæstur karla varð Helgi Bergsson með 62 fiska, 6 tegundir og 152 aflastig. Í öðru sæti varð Gunnar Jónsson með 43 fiska, 5 tegundir og 118 aflastig. Í þriðja sæti varð Þórir Sveinsson með 46 fiska, 4 tegundir og 106 aflastig.

 

Eitt nýtt tegundamet EFSA Íslands var sett í mótinu eða flundra sem vóg 860 grömm, 42,04 cm að lengd og 24,02 cm að ummáli. Veiðimaður Helgi Bergsson.

 

Fresta varð brottför úr höfn vegna norðan kalda, en þegar líða tók á morguninn rættist úr veðri og í lok veiðidags var komið blíðviðri og stéttur sjór.

 
Innanfélagsmót EFSA 2019 frá Ólafsvík laugardaginn 31. ágúst Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Administrator   
Miðvikudagur, 28 Ágúst 2019 20:58

 

Innanfélagsmót EFSA Ísland í sjóstöng í bátakeppni 2019 verður haldið laugardaginn 31. ágúst frá Ólafsvík. Bátakeppnin er stigamót og keppt eftir keppnisreglum í bátakeppni EFSA HQ og heimilt að veiða með 2 krókum. Allar tegundir teljast til stiga.

 

Dagskrá laugardaginn 31. ágúst:

 

Kl. 07:30 Keppendur mæta á bryggju.

 

Kl. 08:00 Lagt úr höfn.

 

Kl. 09:00 Veiðar hefjast.

 

Kl. 15:00 Veiðum hætt.

 

Kl. 17:00 Bátar skulu vera komnir að bryggju.

 

Þátttökugjald og skráning. Félagsmenn EFSA Íslands greiða ekkert keppnisgjald. Utanfélagsmenn greiða keppnisgjald 11.000 kr. Skráning hjá Þóri Sveinssyni sími 896 3157/netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða hjá Helga Bergssyni sími 867 3601/netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Skráningarfrestur er til kl. 20:00 fimmtudaginn 29. ágúst 2019. Mótsstjórn skipar stjórn EFSA Ísland. Allir fiskar gefa 1 stig og gefin eru 15 stig fyrir hverja tegund.

 
Íslandsmeistaramót EFSA í strandveiði 2019. EFSA Iceland Shore Championship 2019 Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Administrator   
Þriðjudagur, 30 Júlí 2019 18:10

 

Íslandsmeistaramót EFSA Íslands í strandveiði 2019 verður haldið 3. og 4. ágúst frá Þykkvabæ og Þorlákshöfn.

 

Laugardagur 3. ágúst – Þykkvabær

 

Veitt frá kl. 10:00 til kl. 15:00.

 

Sunnudagur 4. ágúst – Þorlákshöfn

 

Veitt frá kl. 09:00 til kl. 14:00.

 

Þátttökugjald 3.000 kr.

 

Mótið er fyrsta mótið af tveimur mótum til Íslandsmeistara EFSA í strandveiði fyrir árið 2019. Staðsetning og tímasetning annars mótsins verður tilkynnt síðar. Veitt verður eftir reglum EFSA og heimilt að veiða með tveimur krókum.

 

Þátttaka í mótið tilkynnist fyrir kl. 18:00 föstudaginn 2. ágúst til Paul Fawcett í síma 893 2362/netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða til Þóris Sveinssonar í síma 896 3157/netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .

 

Verðlaun verða veitt fyrir 1., 2. og 3. sætið, stærsta (lengsta) fiskinn og stærsta flatfiskinn fyrir samtals skor úr báðum mótunum.

 

English version.

 

EFSA Iceland Open Shore Championship 2019 will be held from Thykkvabaer and Thorlakshöfn, South Iceland. To be fished by EFSA rules with hooks.

 

Programme:

 

Saturday 3 August – Thykkvabaer, South Iceland.

 

Fishing from 10:00 to 15:00.

 

Sunday 4 August – Thorlakshöfn, South Iceland.

 

Fishing from 09:00 to 14:00.

 

Registration before Friday 2nd August at 18:00 to Paul Fawcett, tel. 8932362 and Thorir Sveinsson, 8963157. Entry fee ISK 3.000.

 

The Shore Championship is one of two EFSA Iceland Open Shore Championships to be held this summer.

 
<< Byrja < Fyrra 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Endir >>

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL
EFSA Iceland
Afritunarréttur © 2024 EFSA Iceland. Öll Réttindi Áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL Leyfinu.