Home
Welcome to the Frontpage
Íslandsmeistaramót EFSA aðalmót 2024. EFSA Iceland Open 2024. Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Helgi Bergsson   
Sunnudagur, 28 Júlí 2024 16:16

Aðalmót EFSA Íslands 2024 var haldið frá Sandgerði dagana 27. og 28. júlí. Róið var á tveimur bátum með átta keppendur. Áætlað var að veiða í Reykjanesröstinni, en hætt var við það vegna of mikillar ölduhæðar. Fyrir hádegi laugardaginn 27. júlí var sæmilegt veður sem fór versnandi þegar líða tók á daginn. Fella varð niður seinni veiðidaginn vegna slæms veðurs. Alls veiddust 221 fiskur af 9 tegundum; þorskur, ufsi, ýsa, steinbítur, langa, keila, lýsa, gullkarfi og litli karfi. Sævar Guðmundsson fékk flest aflastigin 207 og vann sinn bát og varð þar með Íslandsmeistari EFSA Íslands 2024. Hann veiddi sjö tegundir. Helgi Bergsson fékk 100% skor á sínum báti með 191 aflastig. Í þriðja sæti varð Þórir Sveinsson með ívið færri aflastig en Sævar eða 202, 97,58% skor og átta tegundir.

Margir stórir fiskar veiddust og veiddu sex veiðimenn af átta fiska yfir 100 cm. Lengsta fiskinn veiddi Gunnar Jónsson (Gussi), löngu 159 cm. Næst lengsta fiskinn veiddi Þórir Sveinsson, löngu 138 cm og þriðja lengsta veiddi Sævar Guðmundsson, löngu 133 cm.

EFSA Iceland Open 2024 was held on 27th to 28th July from Sandgerdi near Keflavik with two boats and eight anglers. A total of 221 fish were caught of nine species: Cod, Coalfish, Haddock, Wolf fish, Tusk, Ling, Whiting, Golden Redfish and Norwegian Redfish. The winner was Sævar Guðmundsson with 100% score and 207 fish points. In second place was Helgi Bergsson with 100% score and 191 fish points and in third place was Thorir Sveinsson with 97,58% score and 202 fish points.

Many big fish were caught, and six of the eight anglers caught a fish over 100 cm. The longest fish, a monster Ling of 159 cm caught Gunnar Jónsson (Gussi). Thorir Sveinsson caught a Ling of 138 cm and Sævar Guðmundsson a Ling of 133 cm.

The weather was not so good with heavy sea, strong wind and occasional rain. Due to bad weather the second fishing day was cancelled

 

 
Aðalfundur EFSA 2024. EFSA Iceland AGM 2024 Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Administrator   
Laugardagur, 10 Febrúar 2024 10:30

Aðalfundur EFSA Ísland verður haldinn laugardaginn 2. mars 2024 að Baldursgötu 14, 2. hæð, Reykjavík (fyrir ofan veitingarhúsið “Þrír frakkar”), og hefst kl. 15.00.

Dagskrá:

1. Venjuleg aðalfundarstörf.

Kosning fundarstjóra og fundarritara.

Skýrsla stjórnar.

Reikningar liðins starfsárs.

Kosning stjórnar.

Ákvörðun um árgjald.

2. Önnur mál.

Erlend EFSA Evrópumót 2024.

EFSA Ísland. Íslandsmeistaramót, innanfélagsmót og strandveiðimót 2024.

Verðlaunaafhending í Úllabikarnum og Siggubikarnum 2023.

Inntaka nýrra félaga.

Saga EFSA Íslands.

Annað.

EFSA Iceland´s AGM will be held on Saturday March 2nd, 2024 at the restaurant “Þrír frakkar” Baldursgata 14, Reykjavik, 2nd floor.

Agenda:

1. General AGM matters.

The Chairman’s welcome.

Report for 2023.

Approval of the audited accounts.

Election of EFSA Iceland Board.

Annual membership fee.

2. Other matters.

EFSA Iceland Championships in 2024.

New members.

History of EFSA Iceland.

Other.

 
Veiðikort 2024 – fishing card 2024 Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Administrator   
Þriðjudagur, 16 Janúar 2024 19:45

Búið er að senda í pósti til félagsmanna í EFSA Íslandi veiðikort 2024 fyrir Úllabikarinn og Siggubikarinn. Í fyrra (2023) var tilkynnt um 140 fiska í Úllabikarnum af 21 tegund og 12 fiska í Siggubikarnum. Skarphéðinn Ásbjörnsson veiddi 17 tegundir, Þórir Sveinsson veiddi 16 tegundir og Gunnar Jónsson veiddi 14 tegundir. Allir sem veiddu 10 tegundir eða fleiri fá viðurkenningu á aðalfundi félagsins í mars nk. Lengsta fiskinn, löngu 151 cm, veiddi Skarphéðinn Ásbjörnsson. Fimm lengstu fiska ársins veiddust allir 23. júlí á bátnum Garpur RE-148 og róið út frá Grindavík.

English version.

The fishing card 2024 has been posted to members of EFSA Iceland. Last year (2023) 140 claims were sent in of 21 species in the Ulli´s Cup. Skarphedinn Asbjörnsson caught the most species or 17. Thorir Sveinsson caught 16 species and Gunnar Jonsson caught 14 species. The longest fish of the year in the Sigga´s Cup, a Ling of 151 cm caught Skarphedinn Asbjornsson. The five longest fish of the year were all caught on the same day July 23th from the boat Garpur RE-148 sailing out from Grindavik in south west Iceland.

 
Íslandsmeistaramót EFSA í bátakeppni 2023. EFSA Iceland Boat Championship 2023 Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Administrator   
Þriðjudagur, 08 Ágúst 2023 12:07

Aðalmót EFSA Íslands 2023.

Aðalmót EFSA Íslands 2023 var haldið 6. og 7. ágúst sl. með þátttöku 7 keppenda. Róið var á tveimur bátum frá Reykjavík og Akranesi. Alls veiddust 435 fiskar sem gáfu stig og voru þeir af 13 tegundum; þorskur, ufsi, ýsa, steinbítur, keila, lýsa, marhnútur, gullkarfi, litli karfi, langa, sandkoli, rauðspretta og lúða. Í fyrsta sæti með 200% skor og 488 aflastig varð Skarphéðinn Ásbjörnsson og þar með Íslandsmeistari EFSA Íslands 2023. Í öðru sæti með 200% skor og 383 aflastig varð Þórir Sveinsson og í þriðja sæti með 174,47% skor og 334 aflastig varð Gunnar Jónsson. Efst ungmenna (junior) og eini keppandi í þeim flokki var Garðar Alti Gestsson með 104,72% skor og 257 aflastig. Lengsi flatfiskurinn í mótinu var lúða 63 cm, veiðimaður Skarphéðinn Ásbjörnsson. Lengsti bolfiskurinn í mótinu var þorskur 104 cm, veiðimaður Gunnar Jónsson. Einmuna blíða var báða keppnisdagana, sléttur sjór og smá rigningaúði fyrri daginn.

Heildaryfirlit úrslitanna er sendur út í tölvupósti til félagsmanna.

EFSA Iceland Open 2023.

EFSA Iceland Open 2023 was held 6 and 7 August from Reykjavik and Akranes with two boast and 7 anglers. A total number of 435 fish that counted to points were caught of 13 species: Cod, Coalfish, Haddock, Wolf fish, Tusk, Withing, Scorpion fish, Golden Red fish, Norwegian Red fish, Ling, Common Dab, Plaice and Halibut. In first place was Skaphéðinn Ásbjörnsson with 200% score and 488 fish points. In second place was Thorir Sveinsson with 200% score and 383 fish points. In third place was Gunnar Jónsson with 174,47% score and 334 fish points. One junior (14 years old) competed in the Championship, Garðar Alti Jónsson. He got 104,72% score and 257 fish points. The longest flatfish, a Halibut of 63 cm, caught Skarphéðinn Ásbjörnsson. The longest rounded fish caught Gunnar Jónsson, a Cod of 104 cm. It was very good weather both days, calm sea, and few raindrops the first day.

An overall list will be sent out in an e-mail to EFSA Iceland´s members.

 
EFSA Ísland, strandveiðimót 2023. EFSA Iceland´s Shore Championship. Results. Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Administrator   
Sunnudagur, 09 Júlí 2023 17:22

Strandveiðimót EFSA Íslands 2023 var haldið frá Sauðárkróki 8. júlí með þátttöku átta keppenda. Veitt var frá tveimur stöðum, Borgarsandi og nær smábátahöfninni, frá kl. 10:00 til kl. 16:00. Alls veiddust 21 fiskur þar af 3 sjóbirtingar, en hinar tegundirnar voru sandkoli og flundra. Úrslit urðu að Paul Fawcett varð í 1. sæti og þar með Íslandsmeistari EFSA Íslands í strandveiði 2023 og veiddi hann 5 fiska og fékk 193 aflastig. Í öðru sæti með 4 fiska og 170 aflastig varð Skarphéðinn Ásbjörnsson og í þriðja sæti með 4 fiska og 147 aflastig varð Helgi Bergsson. Stærsta fisk mótsins veiddi Þórir Sveinsson, sjóbirting 61 cm að lengd. Blíðviðri og sumarhiti var allan tíma og höfðu veiðimenn hina bestu skemmtan af.

EFSA Iceland Shore Championship 2023 was held Saturday 8th July from Saudarkrokur in North Iceland with 8 anglers. A total of 21 fish were caught and three species: Seatrout, Common Dab and Flounder. In first place was Paul Fawcett with 5 fish and 193 fish points. In second place was Skarphedinn Asbjörnsson with 4 fish and 170 fish points. And in third place was Helgi Bergsson with 4 fish and 147 fish points. The longest fish was a Seatrout of 61 cm., angler Thorir Sveinsson.

 
<< Byrja < Fyrra 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Endir >>

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL
EFSA Iceland
Afritunarréttur © 2025 EFSA Iceland. Öll Réttindi Áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL Leyfinu.