Íslandsmeistaramót EFSA í bátakeppni 2023. EFSA Iceland Boat Championship 2023 |
|
|
|
Skrifað af Administrator
|
Þriðjudagur, 08 Ágúst 2023 12:07 |
Aðalmót EFSA Íslands 2023.
Aðalmót EFSA Íslands 2023 var haldið 6. og 7. ágúst sl. með þátttöku 7 keppenda. Róið var á tveimur bátum frá Reykjavík og Akranesi. Alls veiddust 435 fiskar sem gáfu stig og voru þeir af 13 tegundum; þorskur, ufsi, ýsa, steinbítur, keila, lýsa, marhnútur, gullkarfi, litli karfi, langa, sandkoli, rauðspretta og lúða. Í fyrsta sæti með 200% skor og 488 aflastig varð Skarphéðinn Ásbjörnsson og þar með Íslandsmeistari EFSA Íslands 2023. Í öðru sæti með 200% skor og 383 aflastig varð Þórir Sveinsson og í þriðja sæti með 174,47% skor og 334 aflastig varð Gunnar Jónsson. Efst ungmenna (junior) og eini keppandi í þeim flokki var Garðar Alti Gestsson með 104,72% skor og 257 aflastig. Lengsi flatfiskurinn í mótinu var lúða 63 cm, veiðimaður Skarphéðinn Ásbjörnsson. Lengsti bolfiskurinn í mótinu var þorskur 104 cm, veiðimaður Gunnar Jónsson. Einmuna blíða var báða keppnisdagana, sléttur sjór og smá rigningaúði fyrri daginn.
Heildaryfirlit úrslitanna er sendur út í tölvupósti til félagsmanna.
EFSA Iceland Open 2023.
EFSA Iceland Open 2023 was held 6 and 7 August from Reykjavik and Akranes with two boast and 7 anglers. A total number of 435 fish that counted to points were caught of 13 species: Cod, Coalfish, Haddock, Wolf fish, Tusk, Withing, Scorpion fish, Golden Red fish, Norwegian Red fish, Ling, Common Dab, Plaice and Halibut. In first place was Skaphéðinn Ásbjörnsson with 200% score and 488 fish points. In second place was Thorir Sveinsson with 200% score and 383 fish points. In third place was Gunnar Jónsson with 174,47% score and 334 fish points. One junior (14 years old) competed in the Championship, Garðar Alti Jónsson. He got 104,72% score and 257 fish points. The longest flatfish, a Halibut of 63 cm, caught Skarphéðinn Ásbjörnsson. The longest rounded fish caught Gunnar Jónsson, a Cod of 104 cm. It was very good weather both days, calm sea, and few raindrops the first day.
An overall list will be sent out in an e-mail to EFSA Iceland´s members.
|
|
EFSA Ísland, strandveiðimót 2023. EFSA Iceland´s Shore Championship. Results. |
|
|
|
Skrifað af Administrator
|
Sunnudagur, 09 Júlí 2023 17:22 |
Strandveiðimót EFSA Íslands 2023 var haldið frá Sauðárkróki 8. júlí með þátttöku átta keppenda. Veitt var frá tveimur stöðum, Borgarsandi og nær smábátahöfninni, frá kl. 10:00 til kl. 16:00. Alls veiddust 21 fiskur þar af 3 sjóbirtingar, en hinar tegundirnar voru sandkoli og flundra. Úrslit urðu að Paul Fawcett varð í 1. sæti og þar með Íslandsmeistari EFSA Íslands í strandveiði 2023 og veiddi hann 5 fiska og fékk 193 aflastig. Í öðru sæti með 4 fiska og 170 aflastig varð Skarphéðinn Ásbjörnsson og í þriðja sæti með 4 fiska og 147 aflastig varð Helgi Bergsson. Stærsta fisk mótsins veiddi Þórir Sveinsson, sjóbirting 61 cm að lengd. Blíðviðri og sumarhiti var allan tíma og höfðu veiðimenn hina bestu skemmtan af.
EFSA Iceland Shore Championship 2023 was held Saturday 8th July from Saudarkrokur in North Iceland with 8 anglers. A total of 21 fish were caught and three species: Seatrout, Common Dab and Flounder. In first place was Paul Fawcett with 5 fish and 193 fish points. In second place was Skarphedinn Asbjörnsson with 4 fish and 170 fish points. And in third place was Helgi Bergsson with 4 fish and 147 fish points. The longest fish was a Seatrout of 61 cm., angler Thorir Sveinsson.
|
Íslandsmeistaramót EFSA í strandveiði 2023. EFSA Iceland Shore Championship 2023 |
|
|
|
Skrifað af Administrator
|
Laugardagur, 01 Júlí 2023 17:47 |
Íslandsmeistaramót EFSA í strandveiði 2023 verður haldið laugardaginn 8. júlí frá Sauðárkróki.
Dagskrá:
Veitt frá kl. 10:00 til kl. 16:00.
Þátttökugjald 3.000 kr.
Veitt verður frá söndunum utan við Sauðárkrók á 50 metra sónum. Leyft verður að nota eina beitustöng og aðra spúnastöng.
Veitt verður eftir reglum EFSA og heimilt að veiða með tveimur krókum.
Þátttaka í mótið tilkynnist fyrir kl. 18:00 miðvikudaginn 5. júlí til Skarphéðins Ásbjörnssonar í síma 852 6662/netfang:
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
eða til Þóris Sveinssonar í síma 896 3157/netfang:
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
.
Verðlaun verða veitt fyrir 1., 2. og 3. sætið, stærsta (lengsta) fiskinn og stærsta flatfiskinn.
EFSA Iceland Shore Championship 2023 will be held Saturday 8th July from Saudarkrokur, North Iceland.
Programme.
Saudarkrokur, Borgarsandur from 10:00 to 16:00.
Entry fee ISK 3.000. Registration before 5th July 2023 to Skarphedinn Asbjörnsson, e-mail
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
og Thorir Sveinsson, e-mail
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
.
|
Aðalfundur EFSA 2023. EFSA Iceland AGM 2023 |
|
|
|
Skrifað af Helgi Bergsson
|
Miðvikudagur, 15 Mars 2023 17:04 |
Aðalfundur EFSA 2023
Aðalfundur EFSA Ísland verður haldinn laugardaginn 1. apríl 2023 að Baldursgötu 14, 2. hæð, Reykjavík (fyrir ofan veitingarhúsið “Þrír frakkar”), og hefst kl. 15.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
Kosning fundarstjóra og fundarritara.
Skýrsla stjórnar.
Reikningar liðins starfsárs.
Kosning stjórnar.
Ákvörðun um árgjald.
2. Önnur mál.
Erlend EFSA Evrópumót 2022.
EFSA Ísland. Íslandsmeistaramót, innanfélagsmót og strandveiðimót 2022.
Veiðireglur í Úllabikarnum og Siggubikarnum.
Inntaka nýrra félaga.
Annað.
EFSA Iceland AGM 2023
EFSA Iceland´s AGM will be held on Saturday 1st April 2023 at the restaurant “Þrír frakkar” Baldursgata 14, Reykjavik, 2nd floor.
Agenda:
1. General AGM matters.
The Chairman’s welcome.
Report for 2022.
Approval of the audited accounts.
Election of EFSA Iceland Board.
Annual membership fee.
2. Other matters.
EFSA Iceland Championships in 2022.
New members.
Other.
|
Síðast uppfært: Miðvikudagur, 15 Mars 2023 17:05 |
Kristbjörn Rafnsson látinn. |
|
|
|
Skrifað af Helgi Bergsson
|
Laugardagur, 18 Júní 2022 16:11 |
Kristbjörn Rafnsson, ævifélagi í EFSA Íslandi, lést að kvöldi þjóðhátíðardagsins 17. júní sl., 63ja ára að aldri. Dánarmein hans var krabbamein. Kibbi eins og hann var ætíð kallaður meðal veiðifélaga og vina hans tók þátt í flestum mótum EFSA Íslands og fjölmörgum mótum víðsvegar í Evrópu. Kibbi varð tvívegis Íslandsmeistari EFSA Íslands í bátakeppni eða árið 2003 frá Ólafsvík og árið 2008 frá Grindavík. Auk þessa varð hann mjög oft í öðru eða þriðja sæti karla í Íslandsmótinu, nú síðast í fyrra 2021 frá Ólafsvík er hann varð í 3ja sæti.
Kibbi átti eitt af elstu veiðimetum EFSA Íslands eða marhnút 638 gr. veiddan í Íslandsmeistaramótinu frá Kópavogi á Syðra-Hrauni í Faxaflóa í apríl 2005 á bátnum Gimburey.
Veiðifélagar hans munu sakna Kibba sem góðs félaga og keppnismanns, en ætíð gustaði af honum og leyndi hann ekki skoðunum sínum er í keppni var komið og reyndi ætíð sitt ítrasta að vinna sinn bát eins og sönnum keppnismanni ber.
Félagar í EFSA Íslandi senda fjölskyldu hans okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Our life member Kristbjörn Rafnsson “Kibbi”, died from cancer on Friday 17th June on Iceland National Day, 63 years of age. Kibbi was twice EFSA Iceland´s Champion or 2003 and 2008 and many times in the second or third place, just recently or last year 2021 in the third place. He participated many times in EFSA Boat & Line Championships and Species Championships in Europe.
It is with sadness that we the members of EFSA Iceland say the last farewell to our good angler and friend. May he rest in peace.
|
|
|
|
<< Byrja < Fyrra 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Endir >>
|
JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL |