Home
Welcome to the Frontpage
Aðalfundur EFSA 2023. EFSA Iceland AGM 2023 Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Helgi Bergsson   
Miðvikudagur, 15 Mars 2023 17:04

 

Aðalfundur EFSA 2023

Aðalfundur EFSA Ísland verður haldinn laugardaginn 1. apríl 2023 að Baldursgötu 14, 2. hæð, Reykjavík (fyrir ofan veitingarhúsið “Þrír frakkar”), og hefst kl. 15.00.

Dagskrá:

1. Venjuleg aðalfundarstörf.

Kosning fundarstjóra og fundarritara.

Skýrsla stjórnar.

Reikningar liðins starfsárs.

Kosning stjórnar.

Ákvörðun um árgjald.

2. Önnur mál.

Erlend EFSA Evrópumót 2022.

EFSA Ísland. Íslandsmeistaramót, innanfélagsmót og strandveiðimót 2022.

Veiðireglur í Úllabikarnum og Siggubikarnum.

Inntaka nýrra félaga.

Annað.

EFSA Iceland AGM 2023

EFSA Iceland´s AGM will be held on Saturday 1st April 2023 at the restaurant “Þrír frakkar” Baldursgata 14, Reykjavik, 2nd floor.

Agenda:

1. General AGM matters.

The Chairman’s welcome.

Report for 2022.

Approval of the audited accounts.

Election of EFSA Iceland Board.

Annual membership fee.

2. Other matters.

EFSA Iceland Championships in 2022.

New members.

Other.

 

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 15 Mars 2023 17:05
 
Kristbjörn Rafnsson látinn. Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Helgi Bergsson   
Laugardagur, 18 Júní 2022 16:11

Kristbjörn Rafnsson, ævifélagi í EFSA Íslandi, lést að kvöldi þjóðhátíðardagsins 17. júní sl., 63ja ára að aldri. Dánarmein hans var krabbamein. Kibbi eins og hann var ætíð kallaður meðal veiðifélaga og vina hans tók þátt í flestum mótum EFSA Íslands og fjölmörgum mótum víðsvegar í Evrópu. Kibbi varð tvívegis Íslandsmeistari EFSA Íslands í bátakeppni eða árið 2003 frá Ólafsvík og árið 2008 frá Grindavík. Auk þessa varð hann mjög oft í öðru eða þriðja sæti karla í Íslandsmótinu, nú síðast í fyrra 2021 frá Ólafsvík er hann varð í 3ja sæti.

Kibbi átti eitt af elstu veiðimetum EFSA Íslands eða marhnút 638 gr. veiddan í Íslandsmeistaramótinu frá Kópavogi á Syðra-Hrauni í Faxaflóa í apríl 2005 á bátnum Gimburey.

Veiðifélagar hans munu sakna Kibba sem góðs félaga og keppnismanns, en ætíð gustaði af honum og leyndi hann ekki skoðunum sínum er í keppni var komið og reyndi ætíð sitt ítrasta að vinna sinn bát eins og sönnum keppnismanni ber.

Félagar í EFSA Íslandi senda fjölskyldu hans okkar innilegustu samúðarkveðjur.

Our life member Kristbjörn Rafnsson “Kibbi”, died from cancer on Friday 17th June on Iceland National Day, 63 years of age. Kibbi was twice EFSA Iceland´s Champion or 2003 and 2008 and many times in the second or third place, just recently or last year 2021 in the third place. He participated many times in EFSA Boat & Line Championships and Species Championships in Europe.

It is with sadness that we the members of EFSA Iceland say the last farewell to our good angler and friend. May he rest in peace.

 
EFSA European Species Championship 2022 final report Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Helgi Bergsson   
Þriðjudagur, 07 Júní 2022 20:04

The EFSA European Species Championship 2022 was held Wednesday 26th May to Saturday 28th May 2022 from Olafsvik in West Iceland with 64 anglers: 2 ladies, 18 seniors and 44 ordinary/annual/life members. The anglers came from 10 Sections: Belgium (2), England (19), Germany (1), Gibraltar (8), Iceland (9), Ireland (3), Portugal (4), Scotland (11), South Africa (4), and Wales (3).

The fishing. The Championship was a Species Championship targeting unlimited number of Cod and Coalfish. All fish had to be killed by bleeding according to Icelandic law and no fish was released. Each angler was provided with a bucket for his fish. The skipper most often blead the fish, the Crew measured, and the Fish captain wrote down on the Scorecard. After that all fish was put into the common box. If an angler got a record fish or if it was his personal record, it was tagged and put on top of the common box due for landing for measuring.

A total of 6390 fish were caught that gave points, 4141 Cod and 2249 Coalfish:

Fish 35-55 cm 56-75 cm 76-100 cm >101 cm Total

Cod 1322 1841 887 91 4141

Coalfish 1673 452 40 86 2249

Total 2995 2293 927 175 6390

The point system. Only Cod and Coalfish counted for points. Cod and Coalfish 35-55 cm gave 1 points, Cod and Coalfish 56-75 cm 4 points, Cod and Coalfish 76-100 cm 15 points, and Cod and Coalfish 101 cm or longer 50 points.

The boats. In the Championship 17 small size fibre plastic fishing boats were used for 3 to 5 anglers on each boat with professional skippers. Most of the skippers spoke English. The boats went out from Olafsvik in a morning session but because of lack of boats three boats had to go out also in an afternoon session. On Wednesday 26th May many anglers went out with practice boats in 4 hours morning or afternoon sessions.

Results. The Championship was fished to the General Rules for EFSA Species Championships.

Calculation of the winner of the Championship. The winner of the Championship was the boat winner for both days who got 100% score on his/her boat. Other anglers had their boat scores expressed as a percentage of the boat winner’s score. Because of ties (6 anglers with 200% boat scores) the angler with 200% boat score and the most fishing point won the Species Championship.

EFSA European Champion 2022 was Scott Gibson, Scotland with 200% boat score and 962 fishing points. In the second place was Sævar Guðmundsson, Iceland with 200% boat score and 798 fishing points and in the third place was Francois Beukes, South Africa with 200% boat score and 743 fishing points.

In the Championship there were 11 A- and B National Teams, 2 from England, Iceland, and Scotland and one from Gibraltar, Ireland, Portugal, South Africa, and Wales. Scotland-A was in the first place with 710,68% score, Gibraltar in the second place with 691,46% score and South Africa in the third place with 686,54% score.

The number of 2-man teams was 32 and the number of 4-man teams was 17. The winners of 2-man teams were Mark Robertson and Joe Murphy, Scotland with 379,79% score. The winners of 4-man teams were Warren Doyle and Shay McDonnell, Ireland, Charles Lara, Portugal and Skarphéðinn Ásbjörnsson, Iceland with 682,13% score.

The longest Cod caught was 134 cm, angler Skarphéðinn Ásbjörnsson, Iceland and the longest Coalfish was 124 cm, angler Matt Osborne, England.

A Protest Committee of five was appointed but no protest was recorded during the Championship.

The Awards and Gala-dinner. The Prize giving ceremony and the Gala-dinner was held at the Klif Community House in Olafsvik on Saturday 28th May. The total number of prizes awarded was 62; for the first three places in the Individual, for the Lady class (1 place), for Life member and Senior (1, 2 and 3 place), the Two man team and Four man team (1, 2 and 3 place), for the National team of five (1, 2 and 3 place), the Executive team of four (1, 2 and 3 place), longest Cod and the longest Coalfish and for the three best skippers.

EFSA Iceland likes to thank everybody that made this Championship become a reality: the anglers, the Stewards, the Organizing Committee, the members of EFSA HQ, the skippers, the municipality, and the local people of Olafsvik.

 
Íslandsmeistaramót EFSA í strandveiði 2022. EFSA Iceland Shore Championship 2022 Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Helgi Bergsson   
Mánudagur, 06 Júní 2022 21:13

Íslandsmeistaramót EFSA í strandveiði 2022 verður haldið 17. og 18. júní frá Sauðárkróki.

Föstudagur 17. júní – Sauðárkrókur, Borgarsandur

Veitt frá kl. 23:00 til kl. 02:00.

Laugardagur 18. júní – Sauðárkrókur

Veitt frá kl. 10:00 til kl. 14:00.

Þátttökugjald 3.000 kr.

Á föstudeginum 17. júní verður veitt á háflóði frá söndunum utan við Sauðárkrók á 50 metra sónum. Leyft verður að nota eina beitustöng og aðra spúnastöng.

Á laugardeginum verður veitt á Króknum sjálfum og á minni sónum, um 20 metra. Þar má veiða á eina stöng að eigin vali. Athuga að grjótgarður er með allri ströndinni og fara verður varlega.

Veitt verður eftir reglum EFSA og heimilt að veiða með tveimur krókum.

Þátttaka í mótið tilkynnist fyrir kl. 18:00 mánudaginn 13. júní til Skarphéðins Ásbjörnssonar í síma 852 6662/netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða til Þóris Sveinssonar í síma 896 3157/netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .

Verðlaun verða veitt fyrir 1., 2. og 3. sætið, stærsta (lengsta) fiskinn og stærsta flatfiskinn.

EFSA Iceland Shore Championship 2022 will be held Friday 17th June and Saturday 18th June from Saudarkrokur, North Iceland.

Programme.

Friday 17th June Saudarkrokur, Borgarsandur from 23:00 to 02:00.

Saturday 18th June Saudarkrokur from 10:00 to 14:00.

Entry fee ISK 3.000. Registration before 14th June 2022 to Skarphedinn Asbjörnsson, e-mail Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. og Thorir Sveinsson, e-mail Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .

 
European Species Championship, Olafsvik 2022 - results. Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Skrifað af Helgi Bergsson   
Mánudagur, 30 Maí 2022 20:06

The EFSA European Species Championship for Cod and Coalfish was held from Olafsvik, Iceland 27th to 28th May 2022. 64 anglers on 17 boats competed in the championship from 10 Sections or Belgium, Germany, England, Gibraltar, Ireland, Iceland, Portugal, Scotland, South Africa, and Wales. A total of 6.390 fish were caught or 4.141 Cod and 2.349 Coalfish. The number of the longest fish or over 100 cm that gave the highest score was 175.

The European Champion for Species was Scott Gibson from Scotland. In the second place was Sævar Guðmundsson from Iceland and in the third place was Francois Beukes from South Africa.

In the first place for national teams was Scotland A. In the second place was Gibraltar and in the third place was South Africa.

Evrópumót í sjóstangaveiði var haldið frá Ólafsvík dagana 27. til 28. maí sl. með þátttöku 64 keppenda, þar af 2 konur og 62 karlar. Keppendur komu frá tíu þjóðlöndum eða Belgíu, Englandi, Gíbraltar, Írlandi, Íslandi, Portúgal, Skotlandi, Suður-Afríku, Wales og Þýskalandi.

Róið var á 17 bátum og lögð var áhersla á að veiða þorsk og ufsa og gáfu stærstu fiskarnir flest stigin. Alls veiddust 6.390 fiskar í mótinu þar af 4.141 þorskur og 2.249 ufsar. Af stórfiskum (yfir 100 cm) veiddust alls 175 fiskar.

Evrópumeistari í mótinu varð Scott Gibson frá Skotlandi. Í öðru sæti varð Sævar Guðmundsson frá Íslandi og í þriðja sæti Francois Beukes frá Suður-Afríku. Landslið Skotlands varð í fyrsta sæti, landslið Gíbraltar í öðru sæti og landslið Suður-Afríku í þriðja sæti.

Mótið var skipulagt af Samtökum evrópskra sjóstangaveiðifélaga (EFSA) – Íslandsdeild. Þetta er í þriðja skiptið sem Evrópumót í sjóstangaveiði er haldið frá Ólafsvík. Fyrsta mótið var haldið árið 2014, sem var 2ja daga tegundamót, það næsta var árið 2018 þegar 4ra daga mót var haldið með 134 keppendum og núna í ár Evrópumótið í tegundaveiði.

 
<< Byrja < Fyrra 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Endir >>

JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL
EFSA Iceland
Afritunarréttur © 2024 EFSA Iceland. Öll Réttindi Áskilin.
Joomla! er frír hugbúnaður gefinn út með GNU/GPL Leyfinu.